Frétt

Leiðari 6. tbl. 2006 | 08.02.2006 | 13:06Lykill að þekkingarsamfélagi morgundagsins

Formleg opnun Háskólaseturs Vestfjarða fór fram í húsnæði stofnunarinnar við Árnagötu á Ísafirði á laugardag að viðstöddum fjölda gesta þar á meðal fimm ráðherrum. Fyrr um daginn kom fulltrúaráð Háskólasetursins saman til fundar, en það er m.a. skipað fulltrúum frá flestum háskólum landsins. Þar rakti formaðurinn, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gang mála frá stofnun þess 12. mars 2005. Auk þess sem Háskólasetrinu bárust margar og góðar gjafir og hlýjar óskir af tilefninu var undirritaður samningur um framtíðar rekstur og uppbyggingu þess við ráðuneyti menntamála, iðnaðar og viðskipta.

,,Ég er sannfærður um að háskólasetur Vestfjarða mun innan tíðar verða Háskóli Vestfjarða og sem slíkur aðgöngumiði eða lykill svæðisins að þekkingarsamfélagi morgundagsins,“ segir Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans í Bifröst á heimasíðu sinni, en í hófi að lokinni vígsluathöfn færði hann Peter Weiss, forstöðumanni Háskólaseturs, óefnislega gjöf frá Bifröst hvar í felst í ríkur samstarfsvilji og góður hugur til stofnunarinnar, eins og það var orðað.

Rík ástæða er til að fagna að tilvist Háskólaseturs Vestfjarða hefur nú verið staðfest af stjórnvöldum. Hér eftir liggur leiðin beint fram á við að settu marki: fullgildum Háskóla Vestfjarða. Um þá vegferð verður að ríkja sátt og samlyndi þótt áhugi manna um gönguhraða kunni að skerast eilítið. Markmiðið næst ekki nema heimamenn séu samstíga og nýti jafnframt til fulls þann velvilja og skilning sem við greinilega njótum víða í þessum efnum. Sá stuðningur er afar mikilvægur. Ekki síst þegar við getum verið viss um að úrtöluraddir öfundar og þröngsýni eiga áreiðanlega eftir að láta á sér kræla.

Vestfirðingar hafa kosið að taka ekki þátt í kapphlaupinu um álver. Þeir vilja fara aðrar leiðir. Byggja upp annars konar stóriðju. Háskóli á Vestfjörðum vegur þungt á þeim vogarskálum. Hér eru allar aðstæður til að byggja upp gott fræða og rannsóknarsetur í tengslum við einstæða náttúru og auðlindir. Gott dæmi um hvað hér er hægt að gera er Fjord Fishing, fyrirtæki sem stofnað var síðast liðið sumar í kringum stjóstangaveiði, sem nýtur vaxandi vinsælda um víða veröld. Nú í apríl og maí munu um 700 manns koma til Tálknafjarðar og Súðavíkur til veiða og útivistar í vestfirskri náttúru. Og komast færri að en vilja.

Þótt svo fari, sem er von og trú margra, að Vestfirðir eigi eftir að rétta úr kútnum hvað varðar veiðar og vinnslu sjávarfangs er engum vafa undirorpið að í því í umhverfi sem við búum nú við og stöðugt er að breytast, er okkur lífsnauðsyn á þeim lykli sem Háskóli Vestfjarða mun verða að þekkingarsamfélagi morgundagsins.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli