Frétt

bb.is | 08.02.2006 | 07:03Landsbankinn og H-prent styrkja Kómedíuleikhúsið

Halldór Sveinbjörnsson prentsmiðjustjóri H-prent, Elfar Logi Hannesson og Inga Á. Karlsdóttir útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði við undirskriftina.
Halldór Sveinbjörnsson prentsmiðjustjóri H-prent, Elfar Logi Hannesson og Inga Á. Karlsdóttir útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði við undirskriftina.
Kómedíuleikhúsið á Ísafirði skrifaði undir samstarfssamning við Landsbanka Íslands og prentsmiðjuna H-prent í gær um að fyrirtækin styrki starfsemi leikhússins á þessu leikári. „Fyrst og fremst er það viðurkenning við það sem Kómedíuleikhúsið hefur verið að gera að fyrirtækin sjái hag sinn í því að styrkja leikhúsið svo það geti haldið áfram rekstri sínum“, segir Elfar Logi Hannesson hjá Kómedíuleikhúsinu. Kómedíuleikhúsið er fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum. „Það er mjög ánægjulegt að þessi tvö fyrirtæki hafi ákveðið að gerast samstarfsaðilar Kómedíuleikhússins á þessu leikári. Landsbankinn hefur verið þekktur fyrir að styrkja leiklistina og er m.a. styrktaraðili Vesturports. Þá er einnig mjög gaman af því að prentaðar verða út alvestfirskar leikskrár og fleira en H-prent ætlar að sjá um að prenta út allt efni sem til þarf fyrir sýningar ársins“, segir Elfar Logi.

Kómedíuleikhúsið var stofnað árið 1997 af Elfari Loga Hannessyni og Róberti Snorrasyni. Frá árinu 2001 hefur Kómedíuleikhúsið einbeitt sér að einleikjum og sér í lagi sem tengjast Vestfjörðum. Fyrir tveimur árum setti leikhúsið á fót einleikjahátíðina Act alone sem hefur vakið mikla athygli enda er hún meðal fárra slíkra hátíða í heiminum. Nýjasti einleikur Kómedíuleikhússins er Dimmalimm sem stefnt er að verði frumsýndur 16. febrúar.

thelma@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 14:48 Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með frétt Tilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli