Frétt

Birna Lárusdóttir | 06.02.2006 | 18:24Að sjá fram á veginn

Birna Lárusdóttir.
Birna Lárusdóttir.
Stundum leiði ég hugann að því hvað verða muni úr börnunum mínum þegar þau vaxa úr grasi. Hvaða leið í lífinu koma þau til með að velja? Eignast þau fjölskyldur? Feta þau menntaveginn? Vafalaust deili ég þessum hugrenningum með flestum foreldrum án þess að nokkur ætlist til að fá svör við slíkum spurningum. Það eina sem er á valdi mínu er að tryggja börnunum mínum sem best vegarnesti svo þau geti sjálf gert upp hug sinn og valið veginn af skynsemi í fyllingu tímans.

Í raun má segja að stjórnmál séu af sama meiði – þau snúast um að vita hvert skal halda, sjá vel fram á veginn og byggja upp samfélag í heiðarlegri viðleitni til að tryggja bjarta framtíð þess.

Hvað hefur áunnist?

Síðastliðinn áratug hafa Vestfirðingar gengið í gegnum meiri sviptingar í atvinnulífi en flestir sáu fyrir. Grunnatvinnuvegur okkar hefur tekið stakkaskiptum og allir hafa orðið að leggja sitt af mörkum til að samlagast þessum miklu umskiptum. En þessir umbreytingatímar hafa getið af sér ýmsa vaxtarsprota. Sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins síðastliðin átta ár hef ég, ásamt samstarfsfólki mínu, lagt mig fram við uppbyggingu Ísafjarðarbæjar. Margt má vafalaust gagnrýna en upp úr stendur að Ísafjarðarbær er í dag í fremstu röð sveitarfélaga í ýmsum málaflokkum og fjölmörg framfaraverkefni hafa orðið að veruleika undir okkar stjórn.

Leik- og grunnskólar sveitarfélagsins eru vel mannaðir og reknir af metnaði, líkt og allar okkar stofnanir og deildir. Vægi íþrótta- og tómstundamála hefur aukist jafnt og þétt og skóla- og félagsþjónusta sveitarfélagsins er rekin af fagmennsku. Brátt verða hugmyndir okkar um nýtt skipurit Ísafjarðarbæjar kynntar en verði þær að veruleika munu þær færa alla stjórnsýslu bæjarins í nútímalegra horf. Við höfum þegar kynnt framtíðarsýn okkar í skipulagsmálum á Suðurtanga á Ísafirði, hugmyndir sem eru í senn metnaðarfullar og vel framkvæmanlegar. Þar unnum við m.a. eftir hugmyndum sem komu fram á Íbúaþingi síðastliðið vor.

Við styðjum myndarlega fjölbreytt lista- og menningarlíf á svæðinu og stöndum vel að tónlistarmenntun í sveitarfélaginu. Við leggjum metnað í uppbyggingu Byggðasafns Vestfjarða og erum stolt af því að eiga fallegasta bóka- og skjalasafn á landinu. Við höfum ákveðnar hugmyndir um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu Edinborgarhússins, sem brýnt er að ljúka, Háskólasetur Vestfjarða er orðið að veruleika, m.a. fyrir okkar tilstuðlan, Snjóflóðarannsóknamiðstöð Veðurstofunnar hefur tekið til starfa og í bígerð er stofnun miðstöðvar jarðkerfisrannsókna með þátttöku bæjarins.

Framkvæmdir á vegum bæjarins hafa verið með mesta móti síðastliðin ár, ekki síst við uppbyggingu íþróttamannavirkja víða í sveitarfélaginu. Í samgöngumálum höfum við barist ötullega fyrir bættum flugsamgöngum og vegbótum og nú hillir undir að stórum áföngum í vegagerð á Vestfjörðum ljúki innan þriggja ára auk þess sem Þingeyrarflugvöllur verður brátt orðinn fullkominn varaflugvöllur fyrir völlinn á Ísafirði.

Mörg verkefni bíða

Svona gæti ég haldið lengi áfram því listinn er langur. Að sama skapi er langur verkefnalisti framundan því ekki aðeins þarf að fylgja því eftir sem komið er heldur bíða spennandi verkefni sem brýnt er að hrinda í framkvæmd.

Framundan er prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Ég sækist eftir stuðningi til að skipa áfram 2. sætið á framboðslista flokksins í kosningunum í vor og vil halda áfram á þeirri braut sem við, sjálfstæðismenn í Ísafjarðarbæ, höfum markað. Á sama hátt og ég trúi á bjarta framtíð barnanna minna og reyni að tryggja þeim sem best vegarnesti trúi ég því að Ísafjarðarbær eigi sér glæsta framtíð. Með það að leiðarljósi vil ég vinna áfram í góðum hópi fólks að frekari uppbyggingu Ísafjarðarbæjar.

Birna Lárusdóttir býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli