Frétt

| 29.11.2001 | 13:59Undirbúningur vegna landsmóts 2004

Landsmót ungmennafélaganna á Íslandi verður haldið árið 2004. Ætlunin mun vera að halda það á norðanverðum Vestfjörðum og jafnframt að mótshaldi verði dreift í sveitarfélögin þrjú, Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Mikill metnaður býr að baki hugmyndum um að taka að sér að halda landsmót. Ljóst má vera að verulega þarf að vanda til allrar skipulagningar. Aðeins tvö og hálft ár eru þar til landsmótið verður sett. Undirbúningsnefnd hefur verið sett á laggirnar. Eitthvað hefur þó farið úrskeiðis í upphafi þar eð íþróttahreyfingin í Bolungarvík hefur sagt sig frá samstarfinu. Það er slæmt að samstarfið skuli rofna í upphafi vegferðar. Þó má vona að sættir náist að nýju.

Mestu skiptir þó, að til þess að kleift verði að halda mótið verður að byggja nýja sundlaug. Þannig er að þó í Ísafjarðarbæ séu nú þegar fjórar sundlaugar og sú fimmta í Bolungarvík duga þær ekki. Keppnislaug verður að vera að minnsta kosti 25 metra löng. Segja má að löngu sé orðið tímabært að koma upp keppnislaug. Það hefði átt að skoða af alvöru áður en byggðar voru sundlaugar á Flateyri, Þingeyri og Suðureyri. Gallinn er hins vegar sá, að þegar hreppsnefndirnar í samnefndum hreppum tóku ákvarðanir um þessi mannvirki hugsaði hver um sig og öll hagkvæmni var lögð til hliðar. Þær voru reistar fyrir sameiningu hreppanna í Vestur-Ísafjarðarsýslu við Ísafjarðarkaupstað 1996. Nú á Ísafjarðarbær fjórar sundlaugar, sem allar kosta sitt í reksti. Engin þeirra dugar þó til þess að mæta kröfum ungmennafélaganna til landsmótshalds.

Það er deginum ljósara að kröfur verða gerðar til Ísafjarðarbæjar að leggja í gerð fimmtu sundlaugarinnar í sveitarfélaginu. Vart er við því að búast að Bolungarvíkurkaupstaður reisi aðra sundlaug til viðbótar við þá sem fyrir er í tæplega eitt þúsund íbúa sveitarfélagi. Súðavíkurhreppur mun vart byggja 25 metra langa sundlaug vegna landsmótsins. Framkvæmdir hafa verið miklar þar eftir snjóflóðið í janúar 1995. Nú sér fyrir endann á þeim og við tekur rekstur nýrra mannvirkja. Ekki má heldur gleyma því að reisa verður mannvirki svo unnt verði að keppa í frjálsum íþróttum. Kröfurnar munu enn á ný beinast að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Hennar bíður mikið verk og mikil fjárútlát.

Þá vaknar sú spurning með hvaða hætti takmörkuðum fjármunum sveitarfélgsins verði best varið. Afar óraunhæft er að gera kröfur á hendur ríkinu um fé til íþróttamannvirkja vegna landsmótsins. Miklu frekar ættu íbúar og útsvarsgreiðendur að krefja bæjarstjórn um varfærni við meðferð fjár. Það er öllum augljóst að peningar sem renna til mannvirkjagerðar vegna landsmóts fara ekki til annarrar og ef til vill brýnni uppbyggingar til framtíðar fyrir bæjarbúa. Því má heldur ekki gleyma að meiri útgjöld fylgja landsmóti sem stendur í nokkra daga. Allsendis er óvíst að hagur Vestfirðinga batni við mótshaldið. Miklu fremur gæti orðið um rándýra auglýsingu að ræða, sem þrátt fyrir allt hefur takmörkuð áhrif til framtíðar.


bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli