Frétt

mbl.is | 06.02.2006 | 08:40Ekki fé til að fjölga

Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, segir að nafn Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar og þýðanda, hafi verið eitt þeirra nafna sem rædd voru í nefndinni vegna heiðurslauna Alþingis við síðustu úthlutun, en ekki hafi verið til fjárveitingar til að fjölga þeim sem þiggja heiðurslaun. Í grein sem Sigurður A. Magnússon skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins á laugardag minnist hann á áskorun sem Bjarni Bjarnason og Einar Örn Gunnarsson sendu menntamálanefnd í september 2004 þar sem hvatt var til þess að Sigurður fengi heiðurslaun Alþingis.

Sigurður Kári, sem tók við formennsku í nefndinni eftir að fjallað var um áskorunina frá Bjarna og Einari Erni, segir að önnur áskorun hafi borist eftir að hann tók við formennsku vegna Sigurðar A. Nafn hans, sem og annarra, hafi verið rætt í nefndinni.

Hins vegar hafi þeim listamönnum sem þiggja heiðurslaun Alþingis fjölgað mjög á undanförnum árum, og með hliðsjón af því hafi verið ákveðið að fara ekki fram á auknar fjárheimildir til að fjölga þeim frekar. Þar sem enginn sem þáði launin árið á undan hafði fallið frá, hafi einfaldlega ekkert svigrúm verið til að veita fleiri listamönnum heiðurslaun, hvorki Sigurði A. né öðrum.

"Hitt er annað mál að mér hefur fundist menn hafa farið dálítið fram úr sjálfum sér varðandi þessi listamannalaun. Mér hefur fundist þau eiga að vera ætluð fyrir þá listamenn sem eru á endapunkti síns ferils, og það sé verið að heiðra þá fyrir vel unnin störf í þágu listarinnar og þjóðarinnar. En þegar maður skoðar listann eru þar listamenn sem eru enn í fullu fjöri, og þeir eru þarna kannski á kostnað manna eins og Sigurðar A. Magnússonar, Kristjáns Karlssonar og Guðmundar Jónssonar," segir Sigurður Kári.bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli