Frétt

Leiðari 48. tbl. 2001 | 29.11.2001 | 13:58Skin og skúrir

Samþykkt miðstjórnar Framsóknarflokksins um veiðigjald er síðbúin viðurkenning á því óhjákvæmilega: Gjaldtöku fyrir nýtingu auðlindar í eigu alþjóðar, sem ekki er frjáls aðgangur að. Hvert hið „skynsamlega veiðigjald“ framsóknarmanna verður er óljóst. Aftur á móti er deginum ljósara að hér er ekki um lendingu eða sátt á breiðum grundvelli um fiskveiðistjórnunarkerfið að ræða. Hjáseta fjölda miðstjórnarmanna og yfirlýsing formanns þingflokksins, Kristins H. Gunnarssonar, um að formaðurinn hafi valið LÍÚ-leiðina og að baráttunni fyrir fyrningarleiðinni sé engan veginn lokið, bera því vitni.

Önnur straumhvörf hafa orðið í kvótamálinu. Í Kastljósi Sjónvarpsins 9. þ.m. svaraði sjávarútvegsráðherra því játandi að til greina kæmi að afnema frjálsa leiguframsalið: „Já, ég er alveg tilbúinn að skoða það.“ Yfirlýsing ráðherrans ber vitni um mikil sinnaskipti. Þarna var komið inn á einn umdeildasta þátt kvótalaganna, gjafakvótann. Hvað vit er í því að úthluta kvóta ár eftir ár til aðila sem hafa ekki svo mikið við að gangsetja skip sín og bleyta veiðarfæri (ef þeir eiga þá einhver) til að ná í aflann, heldur selja hæstbjóðanda gjafaávísunina á óveidda fiskinn? Þetta er svo glórulaust að með ólíkindum er að nokkur heilvita maður skuli verja þessi ósköp. Hitt skyldi engan undra að „hinir útvöldu sægreifar“ gína við þessu „meðan þeir (þingmennirnir) eru svo vitlausir að rétta þetta upp í hendurnar á okkur“ eins og einn landleguútgerðarmaðurinn orðaði það.

Hvernig væri nú að þingmennirnir Guðjón Guðmundsson og Guðmundur Hallvarðsson endurflyttu tillöguna um bann við sölu á kvóta, en tillaga þeirra þess efnis var svæfð í sjávarútvegsnefnd í tíð fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. BB fagnaði á sínum tíma framtaki þeirra félaga og lýsti vonbrigðum yfir örlögum tillögunnar. Viðhorfsbreyting ráðuneytisins hlýtur að vera þingmönnunum gleðiefni.

Það hefur tekið tíma að vinna gjaldtöku fyrir aðgang að takmarkaðri auðlind sjávarins fylgi. En, áður en til þess kemur verður að leysa þá hnúta sem meginágreiningurinn um fiskveiðistjórnunina snýst um: Það verður að uppræta gjafakvótann og stöðva braskið; finna leið til að lágmarka brottkastið; finna flöt á skiptingu afnotaréttar milli strandveiða og úthafsveiða og finna leið til sjáanlegrar verndunar fiskistofna. Þegar horft er til allra þessara vandamála veldur sú afstaða Hafró og sjávarútvegsráðuneytisins, sem fram kom á fundi um þessi mál hér á Ísafirði um helgina og nánar er fjallað um í blaðinu í dag, að hafna öllu öðru en eigin ágæti, miklum vonbrigðum.

Fyrr en þessir hnútar hafa verið leystir getum við ekki farið að tala um „skynsamlegt veiðigjald“ né veiðigjald yfir höfuð af neinu viti.
s.h.


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli