Frétt

Einar Kristinn Guðfinnsson | 29.11.2001 | 12:12Af hverju afþakka menn skattalækkun?

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Það hefur talsvert verið rætt um þá hugmynd að lækka sérstaklega skatta á landsbyggðinni, til þess að sporna gegn hinni óhagkvæmu og alvarlegu byggðaröskun. Hugsunin á bak við þessa aðgerð er sú að bæta lífskjörin á landsbyggðinni og stuðla þannig að því að fólk setjist þar að. Í rauninni má segja að við höfum farið aðrar leiðir á síðustu árum að sama markmiði.
Mjög margt hefur verið gert til þess að bæta sérstaklega lífskjörin á landsbyggðinni með jafnandi aðgerðum. Tökum dæmi: Húshitunarkostnaður hefur mjög víða lækkað svo um munar í samræmi við ákvæði í byggðaáætlunum. Fjárframlög til þess að jafna námskostnað voru þrefölduð á sex árum, símakostnaður er nú hinn sami alls staðar á landinu og stigin hafa verið stór skref til þess að minnka kostnað við gagnaflutninga, þó enn sé þar verk að vinna.

Skattalækkanir til fólks á landsbyggðinni bæta kjörin, með því að minna er greitt til samneyslunnar. Lækkun útgjaldaliða á borð við orku, námskostnað eða símgjöld gerir það að verkum að meira er til ráðstöfunar til annarra hluta.

Lækkun fasteignaskatta á landsbyggðinni

Nauðsynlegt er síðan að minna á þá gríðarlega miklu breytingu sem varð á nú um síðustu áramót. Þá var horfið frá því að leggja á fasteignaskatta í samræmi við tilbúinn álagningarstofn, sem ekki var í neinu samræmi við markaðsverð húseigna. Landsbyggðarbúinn þar sem markaðsverð íbúða var helmingi lægra en í Reykjavík, greiddi sams konar fasteignaskatta og höfuðborgarbúinn, sem naut eignahækkunarinnar sem þar hefur orðið síðustu árin. Lögin frá því um síðustu áramót afnámu þetta. Árangurinn var lækkun á fasteignasköttum á landsbyggðinni upp á 1,1 til 1,2 milljarða króna og munar sannarlega um minna.

Ég skoðaði Vestfirði sérstaklega. Þar var niðurstaðan sú að með þessari breytingu lækkaði álagning fasteignagjaldanna um rífar 100 milljónir, sem skiptust því sem næst jafnt á millli atvinnulífs og einstaklinga. Þetta er sjálfsagt réttlætismál, en um leið ein öflugasta byggðaaðgerð sem framkvæmd hefur verið.

Hvað dvelur atvinnurekendur á höfuðborgarsvæðinu?

Á þetta ber að leggja áherslu og mig undrar það satt að segja að atvinnurekendur á höfuðborgarsvæðinu skuli ekki sjá sóknarfæri í þessu með því að flytja úr húsnæðisokrinu og undan háum fasteignasköttum á höfuðborgarsvæðinu og út á land. Þar hljóta aukin færi að liggja.

Það er marg sannað að ýmis störf sem nú eru unnin á höfuðborgarsvæðinu, í rándýru húsnæði þar sem fasteignaskattarnir eru hærri, væri hægt að sinna utan þess. Og óhjákvæmilega vekur það áleitnar spurningar um hvað dvelji forsvarsmenn atvinnufyrirtækjanna í landinu. Réttilega kvarta menn undan háum vöxtum, en gæti það ekki verið leið undan vaxtabyrðinni að lækka skuldir fyrirtækjanna með því að koma starfseminni fyrir á landsbyggðinni í ódýrara húsnæði og greiða af því í leiðinni lægri opinber gjöld.

Að afþakka skattalækkun

Forsvarsmenn fyrirtækja sem starfa á hlutabréfamarkaði og eiga miklum skyldum að gegna við fjölda hluthafa hljóta að skoða þetta af fullri alvöru. Annað er fullkomið ábyrgðarleysi. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi bókstaflega sparað sér fjárfestingar upp á tugi milljóna í húsnæði með því fyrirsvarsmennirnir hafa kosið því starfsvettvang utan þéttbýlisins á suðvesturhorninu. Reynslan sýnir að erfitt er að koma svona hugsun inn í heilabú þeirra sem alltaf geta sótt sér aura í vasa skattborgara.

En hvað með þá sem hafa þá skyldu að gæta ítrasta aðhalds og lækka kostnaðarliði? Hafa þeir ekki velt fyrir sér möguleikanum til skattalækkana og minni fjármagnskostnaðar með því að staðsetja atvinnurekstur sinn á landsbyggðinni? Eða kjósa menn bara að afþakka skattalækkunina ?

Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli