Frétt

Guðjón A. Kristjánsson | 29.11.2001 | 12:08Skerðing lífeyrisréttinda sjómanna

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson.
Í tvígang hefur undirritaður flutt frumvarp á Alþingi um aukna inngreiðslu útgerðar í lífeyrissjóði vegna lífeyrismála sjómanna. Tilgangur frumvarpsins er sá einn að reyna að koma í veg fyrir að eldri sjómenn sem nú eru orðnir lífeyrisþegar eða verða það á næstu misserum verði fyrir enn meiri skerðingu á útgreiddum lífeyri en þegar er orðið. Árið 1997 voru sett ný heildarlög nr. 129 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
Lögin setja stjórnum allra lífeyrissjóða ákveðin skilyrði um að bregðast við til þess að tryggja ávallt að viðkomandi lífeyrissjóður eigi fyrir áunnum framtíðarréttindum sjóðsfélaga. Lagareglan er að ef 10% eða meira vantar upp á að lífeyrissjóður eigi fyrir skuldbindingum sínum ber stjórn lífeyrissjóðsins að taka ákvörðun innan árs sem lagfærir stöðu hans. Ef 5% eða meira vantar upp á skuldbindingar samfellt í 5 ár þarf einnig að taka ákvörðun sem lagfærir stöðu lífeyrissjóðsins.

Staða lífeyrissjóðs

Meirihluti sjómanna á réttindi sín í Lífeyrissjóði sjómanna. Tryggingafræðileg úttekt á honum sýndi að 27,2% vantaði upp á að hann ætti fyrir skuldbindingum sínum í árslok 1992. Í árslok 1995 vantaði 13,4% og sama staðan í árslok 1997. Í árslok 1998 vantaði 13,6% upp á. Afleiðing þess var að réttindi sjóðfélaga voru skert í áföngum alls um 12% sem útgreiddur lífeyrir var lækkaður og tók síðasti hluti þessarar lækkunar gildi 1. júlí sl.

Það var ekki til vinsælda fallið að þurfa að taka þessa ákvörðun í upphafi árs 1999 og kostaði deilur þá og þeir verða heldur ekki öfundsverðir sem etv. þurfa að standa að slíku aftur á næsta ári. Eftir að þessi óvinsæla ákvörðun hafði verið tekin var talið að Lífeyrissjóður sjómanna ætti fyrir 95% af heildarskuldbindingum sínum og þar með væru uppfyllt skilyrði laga 129 frá 1997 um Lífeyrissjóði.

Skerðing lífeyrisréttar

En hvers vegna er svo komið að lífeyrissjóðir sem tryggja sjómenn eru að lækka réttindi sjóðsfélaga á sama tíma og ríkið semur við sína starfsmenn um aukinn rétt. Ástæður vandans eru fyrst og fremst tvær. Félagsmálapakkinn sem Alþingi færði okkur sjómönnum 1981 var aldrei fjármagnaður og lífeyrisrétturinn frá 60 ára aldri sem sjómenn keyptu sem félagsmálapakka með eftirgjöf í kaupi og fiskverði er ennþá ógreiddur upp á 1,5 milljarða sem tekinn hefur verið út úr sjóðnum án sérstakrar fjármögnunar. Það mál er nú fyrir Hæstarétti og dóms að vænta fyrir næstu áramót.

Annað atriðið er að lífeyrissjóðir sjómanna borga 40-50% af heildargreiðslum sínum eingöngu vegna örorkulífeyris sem er afleiðing þess hversu hættulegt starf sjómanna er. Almennt bera lífeyrissjóðir annarra stétta 20-25% byrðar vegna örorku. Þetta tvennt vegur þyngst og gerir það að verkum að Lífeyrissjóður sjómanna þarf betri raunávöxtun á sitt fé en aðrir til að viðhalda óskertum lífeyri, að öðrum inngreiðslum í Lífeyrissjóð sjómanna óbreyttum.

Ávöxtun

Góð ávöxtun á fjármunum lífeyrissjóða á að koma lífeyrisþegum til góða með bættum réttindum allra sjóðfélaga. Sérstakar kvaðir eins og rúmlega 40% örorkugreiðsluhlutdeild og rétturinn til töku lífeyris frá 60 ára aldri, verður að fjármagna með hærri iðgjöldum. Hvort tveggja, örorkugreiðslur og 60 ára rétturinn, er tilkomið vegna sérstöðu sjómannsstarfa. Þess vegna er vissulega réttmætt að útgerðin leggi fé fram með auknum inngreiðslum í lífeyrissjóði tímabundið. Þannig má koma í veg fyrir endurtekna lækkun réttinda sem að óbreyttri lítilli ávöxtun fjármuna Lífeyrissjóðs sjómanna verður sennilega að taka þegar á næsta ári.

Staða Lífeyrissjóðs sjómanna versnaði á sl. ári og þá vantaði í árslok 6% á að hann ætti fyrir skuldbindingum sínum. Sjómannaforystan og stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna geta þurft að takast á við það leiðindaverk þegar á næsta ári að öllum núverandi forsendum óbreyttum að lækka aftur með fárra ára millibili lífeyrisrétt eldri sjómanna sem margir hverjir eru með lífeyri á bilinu 20-40 þúsund krónur á mánuði. Vilji LÍÚ á annað borð sýna eldri sjómönnum og eldri starfsmönnum sínum virðingu hljóta samtökin að koma jákvætt að efni þess frumvarps sem undirritaður hefur nú flutt í annað sinn. Stjórnvöld hafa þegar svikið öll loforð árum saman gagnvart sjómönnum. Vonandi vinnst þetta sanngirnismál í Hæstarétti, þó það dugi engan veginn eitt og sér til að ná endum saman í Lífeyrissjóði sjómanna.

– Guðjón A. Kristjánsson, alþingismaður.

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli