Frétt

mbl.is | 01.02.2006 | 08:56Listaverk fólksins?

Þess er nú krafist af sænska fyrirtækinu Fortrum, sem keypti Orkuveitu Stokkhólms á dögunum, að það skili 170 listaverkum til baka sem fylgdu með í kaupunum. Um er að ræða olíumálverk, grafíkverk, vatnslitamyndir og textílverk. Málið er til umræðu hjá borgaryfirvöldum í Stokkhólmi og telur einn af nefndarmönnum í menningarmálanefnd borgarinnar, að þessi verk tilheyri öllum Stokkhólmsbúum. "Þau eru mikilvægur hluti af samtímalistaverkasafni borgarinnar," sagði Ann-Mari Engel enn fremur í samtali við Svenska dagbladet. Hún segist telja að fleiri sambærilegar aðstæður geti hafa komið upp við sölu á ýmsum fyrirtækjum og stofnunum í eigu hins opinbera, án þess að nokkur hafi leitt að því hugann að listaverk í opinberri eigu fylgdu sjálfkrafa í kaupunum.

Rætt hefur verið við fyrirtækið Fortum, sem setur spurningarmerki við kröfuna en segist opið til viðræðna við borgaryfirvöld um málið. Fyrirtækið segir að listaverkin feli ekki í sér mikil fjárhagsleg verðmæti.

Um þetta las ég í Berlingske Tidende í vikunni. Aðstæðurnar í Stokkhólmi eru óneitanlega kunnuglegar. Þegar íslensku ríkisbankarnir, Landsbankinn og Búnaðarbankinn, voru einkavæddir fylgdu nefnilega listaverk í þeirra eigu með í kaupunum. Þetta olli nokkrum umræðum um málið, en ég man ekki betur en ekkert hafi verið aðhafst; listaverkin sem um ræðir séu eftir sem áður í eigu einkafyrirtækjanna núna. Ríkisbankarnir áttu verk eftir marga öndvegislistamenn; til að mynda Gunnlaug Scheving, hvers málverk prýða Landsbankahúsið við Austurstræti.

Það má auðvitað pæla í því hvort þetta skipti einhverju máli. Velta því upp hvort það sé ekki betra að listaverkin fái að hanga á þessum þó jafnopinberu stöðum og bankastofnanir eru. Efalaust eru fyrirtækin sem um ræðir líka fús til að lána verkin á til dæmis yfirlitssýningar á vegum hins opinbera, í Listasafn Íslands eða Reykjavíkur svo dæmi séu tekin.

Engu að síður er nauðsynlegt að hugsa málið til enda. Án þess að vilja draga upp verstu hugsanlegu aðstæður, tel ég vert að leiða hugann að því hvað myndi gerast ef yfirstjórn bankans myndi ákveða að ráðstafa verkunum á sinn hátt, til dæmis færa þau heim í stofu bankastjórans. Eða ef fyrirtækið kæmist í eigu manna sem bæru engar taugar til Gunnlaugs Scheving og myndu ákveða að taka þau bara niður og stinga þeim í geymslu, eða henda þeim jafnvel. Mættu þeir það ekki, í ljósi eignarhalds síns á verkunum?

Auðvitað er líka klúðurslegt, ef listaverk fylgja einfaldlega með í kaupunum án þess að kaupandi né seljandi átti sig í því, líkt og sænski borgarfulltrúinn veltir upp í viðtalinu við Svenska dagbladet. Maður spyr sig hvort hið sama geti eða hafi gerst hér.

Ef hliðstæðar aðstæður við þær sænsku ættu sér stað hér - Orkuveita Reykjavíkur yrði seld til einkafyrirtækis - gætu ýmis öndvegisverk fylgt með í kaupunum. Þegar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur voru hannaðar var nokkuð lagt í listskreytingar, eins og það er kallað. Listamenn sem voru fengnir til að gera verk voru þau Hreinn Friðfinnsson, Svava Björnsdóttir, Þór Vigfússon, Kristján Guðmundsson og Finnbogi Pétursson. Þannig gerði Hreinn til dæmis risastóran Foucault-pendúl sem hangir niður úr margra hæða háu loftinu í anddyrinu, og nefnist Sveifla. Margt af þessu fólki er meðal virtustu myndlistarmanna íslensku þjóðarinnar í seinni tíð, hliðstæðir við Gunnlaug Scheving á sinni tíð. Myndu verk þeirra fylgja athugasemdalaust með í þeim kaupum, jafnvel einungis ef byggingin sem þau eru hönnuð inn í væri seld?

Það sem mætti kannski helst taka sér til fyrirmyndar úr sænsku reynslunni, er að umræðan er í gangi, og báðir aðilar hafa lýst sig fúsa til að taka þátt í henni.

Engu að síður heggur maður eftir því að Fortum telji að verkin séu ekki sérstaklega verðmæt fjárhagslega. Fyrst svo er, er þá nokkurt mál fyrir það að skila þeim aftur? Og hvernig er íslenska staðan í þeim efnum? Hverjir eiga raunverulega þessi listaverk? Öll þessi verk töldust einhvern tíma almenningseign, þar sem þau voru í eigu fyrirtækja sem töldust almenningseign. Spurningin er hvort það hugtak hafi fengið aðra merkingu?

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli