Frétt

Gunnar Bragi Sveinsson | 31.01.2006 | 11:40„Mikil mistök að taka aftur við þér“

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson.
Sæll Kiddi minn. Þakka þér fyrir síðast. Ég vona að þú sért kominn aftur niður en fyrir svona stóran mann getur fallið verið þungt og langt. Ég vil þakka þér fyrir skrifin, þau voru gefandi og yljuðu mér um hjartað enda fæ ég nú tækifæri til að senda þér aftur línu. Héðan úr minnihlutanum í Skagafirði er allt gott að frétta, gömlu félagar þínir úr Alþýðubandalaginu eru enn að stýra sveitarfélaginu. Það góða við það, er að við getum notað áfram dagatölin frá 2002 því ekkert hefur gerst frá því þeir tóku við, en þú þekkir þetta allt saman enda með þeim í anda.

Mér þykir leitt að við skulum ekki muna eftir sama kjördæmisþinginu, reyndar sleppti ég skemmtuninni um kvöldið sem kann að skýra eitthvað. Í skrifum þínum minntist þú á að þú hafir ekki viljað vekja á þér athygli þar sem „fjölmiðlamenn“ voru að taka viðtal við forsætisráðherra. Ég vona að ég móðgi ekki Gísla Einarsson fréttamann en ég er ekki sammála þér um að tala um hann í fleirtölu, svo magnaður er hann ekki. Þá hef ég ekki sömu trú á ofurheyrn Gísla og þú þar sem hann tók umrætt viðtal við forsætisráðherra í hinum enda hússins og það inní skólastofu. En vissulega ertu raddsterkur vinur.

Þú segir mig hafa farið með rangt mál, kannski varst þú í viðtali meðan ég talaði og heyrðir því ekki það sem ég sagði. En, já ég skammaði þig væni og mun gera það aftur ef þú hagar þér svona. Ég var að lesa Moggann, sá þar grein eftir Einar nokkurn Jónsson, þú þekkir hann er það ekki? Var kosningastjóri hjá þér. Lestu greinina aftur því þá sérðu að það eru fleiri sömu skoðunar og ég yfir óknyttunum í þér.

Það er aldrei gott þegar maður sér flísina í auga náungans en ekki Bjálkann í sínu eigin. Þetta er máltæki sem þú ættir að læra. Þegar ég var á leikskóla köstuðum við gjarnan drullubollum í skólahúsið þegar þannig lá á okkur. Við köstuðum aldrei drullubollum í vini okkar eða okkar eigið hús. Þessu virðist vera öfugt farið hjá þér nema hvað þú ert frekar óhittinn.

Í skeytinu til mín kýst þú að skýra hvað ég fjalla efnislega um. Ég er nú fær um að skýra það sjálfur. Efnislega skamma ég þig fyrir að reyna að skemma flokkinn minn. Þú talar mikið um fylgi flokksins sem vissulega mætti vera meira. Það hækkar þó ekki við það að þingmenn flokksins hljómi eins og biluð plata. Óskaplegt áfall hlýtur það að verða fyrir þig þegar fylgið hækkar því platan spilar ekki það lag.

Kiddi minn, fyrirgefðu að ég skuli vera svona hreinskilinn við þig. Ég vildi ekki fá þig aftur í þingnefndir og sagði það hreint út. Hin 99% ákváðu að gera það ekki. Ég verð áfram hreinskilinn við þig væni og segi að það voru afar mikil mistök að taka aftur við þér og ég ligg ekki á þeirri skoðun minni. Skeyti þitt er nú ekkert sérstaklega karlmannlegt, að saka mig um kjarkleysi. Ég skal mæta þér hvar sem er nema á handboltavellinum, því þori ég ekki.

Þú sakar mig um að þora ekki að „taka á vandanum og greina ástæður hans“. Ég skrifaði grein manstu, „Hinn hvítþvegni Kristinn“ hét hún. Þar greindi ég vandann skilmerkilega og sagði hvernig taka ætti á honum.Vandinn ert þú og flokkurinn þarf að losna við þann vanda.

Jæja, ég verð að hætta núna. Hlakka til að heyra aftur frá þér.

Kveðja að norðan,
Gunnar Bragi Sveinsson
Sauðárkróki.


bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli