Frétt

mbl.is | 30.01.2006 | 17:01Skrifað undir umsókn um að Surtsey verði samþykkt á heimsminjaskrá

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, undirrituðu í dag umsókn til UNESCO um að Surtsey verði samþykkt inn á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem náttúruminjar. Tilnefning Surtseyjar á heimsminjaskrá UNESCO verður afhent skrifstofu heimsminjasamningsins í París miðvikudaginn 1. febrúar nk. Teljist umsóknin fullnægjandi hefst um hálfs annars árs ferli við að fara yfir og meta umsóknina, sérstöðu Surtseyjar og hvort hún teljist það einstök á heimsmælikvarða að hún verði samþykkt á skrána og hvort Íslendingar standi nægilega vel að varðveislu hennar. Segja viðkomandi ráðuneyti, að gangi allt að óskum verði Surtsey væntanlega samþykkt sem heimsminjastaður á fundi heimsminjanefndar UNESCO í júlí 2007.

Til þess að komast inn á skrána þurfa viðkomandi náttúru- og menningarminjar að vera einstakar á heimsmælikvarða. Íslensk stjórnvöld telja forsendur fyrir tilnefningu Surtseyjar vera tvíþættar. Annars vegar er eyjan einstakt dæmi um þróunarsögu jarðar, þýðingarmikil ferli í landmótun, bergmyndun og jarðeðlisfræði. Hins vegar er hún einstök vegna þess að þar hafa skapast og verið nýtt tækifæri til þess að fylgjast með aðflutningi, landnámi og þróun tegunda lífvera á lífvana landi og hvernig vistkerfi á landi og í hafinu verða til, mótast og þróast.

Surtsey er, eins og Ísland, hluti af Mið-Atlantshafshryggnum en hann er talinn vera stærsta samfellda jarðfræðifyrirbæri heimsins og nær frá Jan Mayen yfir Ísland til Suðurskautsins. Á Íslandi eru um 44 eldstöðvakerfi, en Surtsey varð til við gos í Vestmannaeyjaeldstöðinni 1963-67. Að meðaltali myndast tvær eyjar á öld í neðansjávargosum og í flestum tilfellum hverfa þær fljótt. Engin slíkra eyja hefur verið rannsökuð eins mikið og nákvæmlega og Surtsey. Frá upphafi hefur verið fylgst með jarðfræðilegri mótun eyjarinnar og landnámi og útbreiðslu plantna og dýra á eynni og neðansjávarhlíðum hennar, bæði af innlendum og erlendum vísindamönnum. Surtsey hefur hingað til verið eins og náttúruleg tilraunastofa í jarð- og vistfræði og mun verða það áfram.

Friðlandið Surtsey var stækkað verulega í síðustu viku og friðun aukin í hafinu umhverfis eyjuna til þess að vernda alla eldstöðina, bæði ofan- og neðansjávar fyrir áhrifum mannsins. Surtseyjarfélagið hefur borið hita og þunga af skipulagningu rannsókna og á miklar þakkir skildar fyrir það.

Ríkisstjórnin samþykkti í desember sl. tillögu menntamálaráðherra og umhverfisráðherra um að tilnefna Surtsey á heimsminjaskrána. Heimsminjanefnd Íslands hefur fyrir hönd menntamálaráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins haft yfirumsjón með undirbúningi tilnefningarinnar. Gerður var samningur við Náttúrufræðistofnun Íslands um að stofnunin tæki saman skýrslu fyrir tilnefninguna í samræmi við leiðbeiningareglur Alþjóðlegu heimsminjanefndarinnar frá því í febrúar 2005.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli