Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 30.01.2006 | 16:46Þegar skattalækkanir verða skattahækkanir

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Stundum veltast hlutirnir skringilega í hinni pólitísku veröld. Þannig er það að minnsta kosti með skattamálin. Nú er kominn fram á sjónarsviðið prófessor ofan úr Háskóla Íslands sem segir okkur að skattalækkun sé skattahækkun. Prófessor Stefán Ólafsson var enda tekinn í guðatölu í umræðu Samfylkingarþingmanna í dag um skattamál og er það að vonum. Maður sem snýr staðreyndum á haus er kjörin pólitísk ædol stjarna fyrir þann flokk. En rifjum aðeins upp forsöguna.

Skattalækkanir lögfestar

Sjálfstæðisflokkurinn gekk til síðustu kosninga með vel útfært og hugsað skattaprógramm. Við vildum lækka tekjuskatta einstaklinga til þess að gefa þeim svigrúm til aukinna ráðstöfunartekna. Við vildum afnema svo kallaðan hátekjuskatt, sem bitnaði sérlega hart á sjómönnum og ungu fólki sem lagði mikið á sig til þess að koma sér þaki yfir höfuðið og hefja lífsbaráttuna. Við vildum afnema eignaskatt sem var sérlega íþyngjandi fullorðnu fólki. Og ekki stóð á viðbrögðunum. Samfylkingin missti fótanna og flýtti sér að apa eftir okkur skattaáformin. Vinstri grænir andmæltu skattalækunaráformunum. Enda eru þeir ríkisafskipta og forsjárhyggjuflokkur sem vill fremur að stjórnvöld ráðstafni þeim tekjum sem fólk aflar sér.

Og nú höfum við lögfest skattalækkanir. Ríkisstjórnin hafði forgöngu um málið sem hlaut afar góðar viðtökur á meðal almennings og skattalækkanirnar eru nú skipulega að komast í framkvæmd eftir þeirri áætlun sem mörkuð var í löggjöf Alþingis.

Skattalækkanir gagnrýndar

Ekki voru þó allir ánægðir. Ýmsir hagfræðingar gagnrýndu okkur. Greiningardeildir bankanna sömuleiðis. Verkalýðshreyfingin andmælti. Og loks steig fram formaður Samfylkingarinnar - sú hin sama sem talaði fyrir skattalækkunum fyrir kosningar - og krafðist þess að lækkanirnar yrðu dregnar til baka.

Rökin voru gamalkunnug. Þetta er ekki rétt tímasetning fyrir skattalækkanir. Þær auka þenslu af því að þær bæta kaupmátt, sem er hvort sem er að vaxa gríðarlega mikið. Semsé. Þeir sem gagnrýndu, gerðu það vegna þess að þeir töldu skattalækkanir - og ég undirstrika - skattaLÆKKANIR, vera háskalegar fyrir efnahagslífið við þessar aðstæður.

Skattalækkun verður skattahækkun!

En nú kemur prófessor og segir okkur að allir hafi haft á röngu að standa. Ríkisstjórnin sem boðaði skattalækkanir og hrinti þeim í framkvæmd. Stjórnarandstaðan sem gagnrýndi skattalækkanirnar sem óábyrgar og rangar. Greiningardeildir bankanna sem töldu þær hella olíu á þenslubál og loks verkalýðshreyfingin sem vildi ekki þessar skattalækkanir. Ef Stefán Ólafsson hefur á réttu að standa hafa allir tapað andlitinu!

Samkvæmt kenningunni var þessi skattastefna ríkisstjórnarinnar því væntanlega „ábyrg“ af því að hún var skattaHÆKKANASTEFNA en ekki skattaLÆKKUNARSTEFNA!

Allt er þetta ótrúlegt fimbulfamb af versta og vitlausasta toga.

Hræðilegar eru þessar kjarabætur

Gagnrýnisefnið virðist nefnilega vera að laun hafi hækkað og fólk hafi það betra. Skattakerfi okkar er þannig að skattar hækka með hærri tekjum, vegna þess að persónuafsláttur er föst tala og vegur því meira gagnvart lægri tekjum auk þess sem skerðingar bóta af öllum toga aukast með hærri tekjum. Þess vegna er fólk að borga meiri skatta í mörgum tilvikum, þó að skattaprósenturnar hafi lækkað og heilu skattarnir horfið út úr skattaflórunni.

Kjör fólks hafa batnað hraðar hér á landi en víðast annars staðar. Það heitir þá böl og eru brellur að mati prófessors Stefáns og er það sannarlega athyglisvert sjónarmið. Vegna þess að samkvæmt skatta- kokkabókum hans er það aðfinnsluvert ef maður sem hefur 70 þúsund krónur í laun fær 50 þúsund í launahækkun, Af því að eftir launahækkun borgar maðurinn skatta en ekki áður. Skattbyrðin samkvæmt þessari ruglkenningu hefur því aukist og slíkt er gagnrýnisvert, eftir því sem skilja má.

Það er sagt að skattamál séu flókinn málflokkur og er það sannarlega rétt. En varla er það til þess að auka mönnum skilninginn að öllu sé snúið á hvolf. Við þurfum ekki annað en að skoða vesalings Samfylkinguna til þess að sjá til hvers slíkt getur leitt.

Einar K. Guðfinnssonekg.is

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli