Frétt

Víðir Benediktsson | 30.01.2006 | 16:43Við erum líka fólk og við eigum betra skilið!

Víðir Benediktsson.
Víðir Benediktsson.
Þann 14. janúar sl., var haldin opinn fundur í Víkurbæ Bolungarvík um samgöngur á milli Súðavíkur, Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Fundarboðendur voru áhugamannahópur um öruggar samgöngur á milli þessara staða með jarðgangnagerð í góðri samvinnu við bæjar- og sveitarstjórnir þessa staða. Mér er efst í huga þakklæti til þeirra sem að honum stóðu því hann var í senn afar fróðlegur og þar kom berlega í ljós að heimamenn eru alls ekki sammála um það hvar göngin skulu liggja sem tengja eiga saman Bolungarvík og Ísafjörð eða hvort það eigi að vera ein göng eða fleiri. Undirrituðum finnst þó verst að bæjarstjórnin okkar skuli ekki geta komið sér saman um eina leið í þessu mesta hagsmunarmáli Bolvíkinga og sýnir það best þörfina fyrir nýtt fólk í forustu fyrir bæjarfélagið.

Undirritaður sem hefur ekið Óshlíðina svipað og flest allir aðrir Bolvíkingar og talið sér trú um að vegurinn væri eins öruggur og nokkur kostur væri, með vegskálum með neyðarsíma, grjótgirðingum, vírbundnum grjóthleðslum, snjósöfnunarskápum með stálþili fyrir framan, vegriðum sem mættu þó vera miklu lengri, vel breiður og með bundnu slitlagi, með götulýsingu sem mér fannst vera ein mesta framförin við að bæta veginn.

Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að ekkert að þessu dugar til þess að gera samgöngur um Óshlíð öruggar og má líka líta til þess að við erum endastöð og höfum ekki um annan veg að fara og við sættum okkur ekki lengur við það að grjóhrun og snjóflóð séu nánast daglegir viðburðir með tilheyrandi eignatjóni, slysahættu og hugsanlegum mannfórnum. Við höfum búið allt of lengi við falskt öryggi og sjáum nú að á veginum hafa farið fram tilraunir með margs konar varnarmannvirki til varnar snjóflóðum og grjóthruni sem engan vegin hefur dugað og því erum við í þeirri stöðu í dag sem raun ber vitni um. Þetta er örugglega líka ein að ástæðunum fyrir því að umferð um Óshlíð hefur minnkað umtalsvert og trúlega líka ástæðan fyrir því að fólk hefur flutt í burtu héðan.

Í umræðunni um öruggar samgöngur á norðanverðum Vestfjörðum er gjarnan talað um leiðina á milli „Súðavík-Ísafjörð-Bolungarvík“ sem eðlilegt er og þegar menn setja fram hugmyndir um jarðgangnastæði verður að hafa í huga að leiðin lengist ekki eða að aðkomuleið að göngunum sé sem styðst og örugg. Eftir þó nokkra umhugsun hefur mér því fundist að ein jarðgöng um Óshlíð, inn hjá Ósi og út á Skarfaskeri, sé besta leiðin, þá er hægt að nota nýja sandveginn, nýju brúna, byggja nýjan veg fyrir neðan bakkana í Hnífsdal, koma upp fyrir ofan frystihúsið og byggja nýjan öruggan veg um Eyrahlíðina fjær hlíðinni með öruggum aur og snjóflóðavörnum. Þannig kæmi þessi leið Hnífsdælingum líka að notum og það hlýtur að vera tilgangurinn með öruggari samgöngum að það komi öllum til góða.

Að lokum þetta: Klárum nú Ó-vega áætlunina sem byrjaði með áætlun um öruggan veg um Óshlíð, framkvæmdum við hina tvo Ó-vegina er löngu lokið og því er það krafa allra Bolvíkinga og annarra vegfaranda sem um Óshlíð vilja fara að við fáum ein jarðgöng alla leið hvar svo sem þau kunna að liggja. Við eigum skýlausa kröfu á því, kostnaðurinn er ekki nema sem samsvarar einum eða tveimur mislægum gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu. Látum af hógværðinni og gerum eðlilegar kröfur til kjörinna fulltrúa okkar hvort sem er á þingi í sveitar- eða bæjarstjórnum, við erum líka fólk við eigum betra skilið.

Víðir Benediktsson, Bolumgarvík.

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli