Frétt

mbl.is | 26.01.2006 | 11:21Mourinho: Nýt ekki nægilegrar virðingar

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að sumir kollegar sínir í Englandi sýni ekki sér og öðrum erlendum starfsbræðrum sínum, svo sem Arsene Wenger hjá Arsenal, nægilega virðingu. Það sé ósanngjarnt, en jafnframt hlægilegt, þegar enskir stjórar tali um hversvegna þeir séu ekki í þeirra störfum. Mourinho sagði þetta í ítarlegu viðtali við BBC í dag og ræddi þar vítt og breitt um starf sitt og einnig um samskiptin við Wenger og Alex Ferguson hjá Manchester United.

„Ég tel að þessir menn sýni okkur ekki nægjanlega virðingu. Fólk verður að horfa til þess hvað við höfum gert áður á ferlinum. Hvers vegna var Wenger ráðinn til Arsenal? Vegna þess að hann hafði náð frábærum árangri áður. Hvers vegna var Mourinho ráðinn til Chelsea? Vegna þess að hann hafði náð frábærum árangri áður. Ég hef vanist þessu, enda tel ég það mikilvægara hvað mér finnst um sjálfan mig, ímynd mína og sjálfstraust, heldur en hvað aðrir segja um mig," sagði Mourinho.

Þegar hann kom til Chelsea frá Porto sumarið 2004 kallaði hann sjálfan sig „sérstakan" á fyrsta blaðamannafundinum, og kveðst hafa tekið þannig til orða af ásettu ráði.

„Ef ég hefði verið meðhöndlaður sem Evrópumeistari, sem ég varð 3 dögum áður, þegar ég kom á minn fyrsta blaðamannafund, þá hefði ég ekki þurfti að taka svo sterkt til orða. En ég varð að sýna fólki að ég væri öðruvísi, og væri ekki smeykur. Ég hef mikið sjálfstraust og get tekið stórt upp í mig. Sumir segja enn að ég sé í þessu starfi peninganna vegna, en það eru þeir sem þekkja ekki mig eða minn bakgrunn."

Mourinho kvaðst vera afar ánægður í starfi sínu hjá Chelsea. „Það er liðið hálft annað ár og ég er mjög hamingjusamur, ég gæti ekki verið ánægðari með að hafa komið hingað. Ég elska félagið, leikmennina og allt umhverfið og nýt þess að búa í þessu landi ásamt fjölskyldu minni. Eins og er, hugsa ég ekki um hvað tekur næst við hjá mér á ferlinum, því ég er afskaplega ánægður með lífið hjá Chelsea."

Hann sagði jafnframt að England væri besti starfsvettvangur fyrir fótboltamenn og knattspyrnustjóra. „Enskir stuðningsmenn eru þeir bestu í heiminum. Hér gerist ýmislegt sem væri ekki mögulegt annars staðar. Klappað fyrir andstæðingunum, troðfullur völlur þegar stórlið mætir áhugamannaliði, og leikmenn, sem reyna að fiska vítaspyrnur, eru púaðir niður af eigin stuðningsmönnum. Þetta er besta vinnuumhverfi sem hægt er að hugsa sér."

Mourinho var líka afar jákvæður í garð tveggja stærstu keppinauta sinna, Wengers og Fergusons. „Sir Alex Ferguson er sá knattspyrnustjóri sem hefur náð bestum árangri í sögu enska fótboltans og ég kann ákaflega vel við hann. Við gerum að gamni okkar hvor við annan fyrir leik og eftir leik, sama hvernig hann fer, og berum virðingu hvor fyrir öðrum meðan á leik stendur."

Hann sagði að hinar frægu deilur milli sín og Wenger væru þeim báðum að kenna. Mourinho kallaði Wenger gluggagægi fyrr í vetur og Wenger hótaði að kæra hann en hætti við það. „Hann er sekur, ég er sekur, en þegar upp er staðið berum við virðingu hvor fyrir öðrum. Ég tel að hann sé einn af bestu stjórunum í fótboltanum í dag og ég vona að það verði ekki frekari árekstrar milli okkar. En ef það gerist verðum við samt að halda virðingu okkar," sagði José Mourinho.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli