Frétt

Stakkur 3. tbl. 2000 | 18.01.2000 | 17:44Ögurkvóti

Að sönnu standa Vestfirðingar frammi fyrir stöðugri byggðaröskun. Flótti fólks af Vestfjörðum ógnar búsetu hér. Velferð Íslendinga síðustu tvo áratugi líðandi aldar, einkum þann tíunda, er bersýnilega svo mikil, að ungt fólk að þrítugsaldri hefur enga aðra sýn á lífið en peninga. Efnahagssjónarhornið ræður ríkjum. Aðspurt um æskilegar framtíðarhorfur svarar ungt fólk æ oftar, að það ætli að verða ríkt. Hugsjónir sýnast vera á hverfanda hveli. Þó er skylt að hafa í huga að eldri kynslóðir hafa gjarnan haft aðra sýn á lífið en þær yngri. Samt heldur lífið áfram og leiðir af sér margt gott. Sú er að minnsta kosti raunin sé litið yfir liðna tíð.

Ungt fólk nú nýtur betri lífsskilyrða, menntunar, heilbrigðisþjónustu og tækifæra til allra hluta en nokkru sinni fyrr á Íslandi. Þeir sem nýta sér þessi dýrmætu tækifæri eiga kost á því að ná langt. Sem fyrr er fyllsta ástæða til að ætla, að ástundun og iðjusemi greiði ungu fólki veg að markinu. Ella má búast við því, að tækifærin glutrist niður. Mörg dæmi eru þess að ungmenni leiðist á villigötur og sökkvi sér í fen eiturlyfja og ólifnaðar. Þaðan er stutt í glæpi, ofbeldi og önnur alvarleg afbrot. Fjölmiðlar eru fullir frásagna slíkra hörmunga, sem sprottnar eru af mannlegum hvötum þegar þær lúta lægst.

Í asa nútímans virðist því miður gleymast, að líf Íslendinga er ekki bundið við það eitt að kaupa og selja hlutabréf, án tillits til velferðar íbúanna. Einstakir hópar verða útundan, öryrkjar, sem sjá sig knúna til að standa í málaferlum við ríkið svo þeir megi ná ,,rétti\" sínum, og atvinnulausir og sjúkir, ásamt öðrum, sem telja sig bera skarðan hlut frá borði. Fyrir hundrað árum, jafnvel fimmtíu árum hefðu kynslóðirnar, sem skiluðu Íslandi til þeirrar stórkostlegu velmegunar, er nú ríkir, hneykslast á ungu fólki án hugsjóna. En hver maður er barn síns tíma. Sumt af því sem nú er talið réttur manns hefði verið álitið frekja. Sumir sem nú leita réttar síns hefðu verið taldir til sveitarómaga. Svo mikil er framförin.

Stækkun Reykjavíkur og nágrennis hefur orðið til þess að tengslin við landsbyggðina hafa trosnað og slitnað. Líf ,,úti á landi\" er ekki verðugur kostur. ,,Þeir geta átt sig.\" Enn er þó ekki kvóti á búsetu og fjölbreytni mannlífs nauðsynleg.

Ögurstund

Kvótakerfið hentar vel markaði peninganna. Reyndar hentar það að mati margra vel sem stjórntæki fiskveiða. Á fundi í Stjórnsýsluhúsinu, á sunndaginn var, töluðu margir og lýstu áhyggjum sínum. Oft hafa slíkir fundir Vestfirðinga líkst meir skemmtunum en umræðum. Minna var hlegið en oft áður. Kjarninn í umræðunni var að mega ekki veiða. Kvótinn er horfinn. Setning laga um kvóta er verk manna eins og sala kvóta frá Vestfjörðum. Ekki hefur verið athugað nægilega hvers vegna kvóti hefur verið seldur frá í svo stórum stíl. Því verður ekki breytt.

Nú er svo komið, að barist er upp á líf og dauða. Verði ekki snúið af braut fólksfækkunar mun byggð á Vestfjörðum hnigna enn. Kannski þykir einhverjum hagfræðingum það fýsilegur kostur. Enn trúa margir því, að það sé ókostur. Alvaran hvíldi yfir fundinum. Ljóst er að grípa verður til aðgerða. Íbúar á Vestfjörðum eiga rétt, vilja búa hér og geta vart hugsað sér búsetu í stórborginni með þeim ógurlegu vandamálum er fylgja mannlífi þar, þótt sem betur fer snerti þau aðeins minnihluta fólks.

Fer réttur minnihluta eftir búsetu? Hver verða viðbrögð á þessari ögurstundu? Tækifæri til nýsköpunar munu ekki leysa atvinnumál án þess að sú atvinnugrein sem fyrir er fái þrifist. Nú er beðið viðbragða. Sveitarstjórnir duga ekki einar. Meira þarf til. Nú er þörf sérfræðinga heima og heiman til að skoða, meta og finna lausnir.


bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli