Frétt

Jón Bjarnason | 26.01.2006 | 11:09Góður varnarsigur Djúpmanna í póstmálinu

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Á vef Bæjarins besta nýverið greinir sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, Ómar Már Jónsson frá samkomulagi sem náðst hefur við Íslandspóst og samgönguráðuneytið um póstburð, almenningsamgöngur og ýmsa aðra þjónustu við Ísafjarðardjúp. Þeim niðurstöðum sem þar er greint frá ber að fagna. Ég hef áður lýst því í grein um þetta mál að miðstýring og fjarlægð stjórnenda fyrirtækja og þjónustustofnana frá því samfélagi sem þeim er ætlað að þjóna er ein mesta ógn við hinar dreifðu byggðir til sjávar og sveita. Einkavæðing almannaþjónustu sem rekin er áfram af blindri peningahyggju og gróðafíkn kemur sérstaklega hart niður á íbúum í strjálbýli. Lífsgildi og hugtök eins og greiðasemi eða innri samfélagsvitund og félagshyggja eiga undir högg að sækja í því stjórnarfari sem nú ríkir.

Frammi fyrir þessu stóðu íbúarnir við Ísafjarðardjúp á síðustu dögum nýliðins árs þegar skera átti niður samþætta þjónustu sem tengd var póstburðinum við Djúpið.

Heimamenn bregðast hart við

Niðurskurður á þjónustu við Djúpmenn átti að skella á fyrirvaralaust þannig að íbúarnir stæðu frammi fyrir gerðum hlut og fengju enga rönd við reist. Þessi aðferð í að skera niður þjónustu er þekkt. Er skemmst að minnast uppsagna starfsfólks og lokun stöðva Símans á Ísafirði, Blönduósi og Siglufirði.

Sem betur fór spurðust niðurskurður þjónustunnar við íbúana við Íafjarðardjúp út nokkrum dögum áður en hann átti að koma til framkvæmda. Íbúarnir brugðust hart við og mótmæltu kröftuglega og fengu í lið með sér þingmenn kjördæmisins, fjölmiðla og fleiri til að berja skerðingu þjónustunnar til baka. Eins og fram kemur í pistli sveitarstjórans á Súðavík þá brást sveitarstjórn einnig við þegar hún frétti hvað í bígerð var og hafði forgöngu um það samkomulag sem greint er frá. Að sjálfsögðu hefði verið æskilegt að ekki hefði þurft að koma til svo harðra aðgerða til að knýja ákvörðun um niðurskurð þjónustunnar til baka.

Baráttan ber árangur

Það kom ekki á óvart að forystumenn Íslandspósts reyndu að verja fyrirætlanir sínar í lengstu lög. Fullyrt var að breytingar á póstþjónustunni væru í samráði við Póst og fjarskiptastofnun sem er eftirlitsaðili með þjónustunni.

Bæði póstþjónusta og almenningsamgöngur heyra undir samgönguráðherra og sem jafnframt er fyrsti þingmaður kjördæmisins. Fulltrúar Vinstri grænna, Frjálslyndra og Samfylkingar óskaðu eftir fundi þingmanna kjördæmisins um þetta mál ef ekki yrði horfið frá áætlun um skerðingu þjónustunnar við Djúpmenn.

Eftir að hin hörðu mótmæli íbúanna, einstakra þingmanna og fleiri komu fram tel ég að samgönguráðherra hafi brugðist vel við og fagna íhlutun ráðuneytisins að lausn málsins.

Samkomulagið felur m.a. í sér að fallið er frá því að skilja póst Djúpmanna eftir vörslulausan í gámi fjarri mannabyggð eins og Íslandspóstur ætlaði sér. Þá mun póstbíllinn áfram þjóna sem almenningssamgöngutæki íbúanna við Djúpið og tryggja tengsl við næsta þéttbýli, Ísafjörð eða Hólmavík. Póstinum verður dreift frá Ísafirði inn í Djúp á sama hátt og verið hefur og farnar verða þrjár ferðir í viku um Djúpið til Ísafjarðar sem íbúarnir geta nýtt sér að kostnaðarlausu. Þá getur pósturinn sinnt ýmsum kaupstaðarviðvikum fyrir íbúana. Hafa ber í huga að vegalengdir innan byggðarinnar eru miklar eða góðir 200 kílómetrar hvor leið frá Ísafirði til innstu bæja við Djúpið

Djúpmenn gefa öðrum gott fordæmi

Samkomulag það sem nú hefur verið gert milli Súðavíkurhrepps, Samgönguráðuneytis og Íslandspóst er til eins árs. Sveitarstjórinn leggur áherslu á að þann tíma þurfi að nýta sem best til að finna farsælustu leið til að tryggja öfluga þjónustu við íbúana við Ísafjarðardjúp til frambúðar.

Búsetan við Djúpið, framleiðslan og fjölþætt störf fólksins, verndun og nýting landgæða og menningararfs er okkur mikils virði. Byggðin við Ísafjarðardjúp á sinn óskoraða samfélagslega rétt. Hún stækkar Ísland og okkur sem þjóð. Þið íbúar við Ísafjarðardjúp eigið heiður skilið fyrir baráttu ykkar í þessu máli. Djúpmenn hafa gefið öðrum íbúum hinna dreifðu byggða gott fordæmi. Það á ekki að láta stöðugan niðurskurð almannaþjónustu yfir sig ganga baráttulaust.

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli