Frétt

Leiðari 4. tbl. 2006 | 25.01.2006 | 10:54Nýja Súðavík

,,Til að byggð verði að nýju í Súðavík þurfa atvinnutækifæri að vera þar ekki síður en verið hafa um langa hríð.“ Þannig hófst leiðari blaðsins með ofangreindri fyrirsögn 25 janúar 1995, þegar fólk var rétt að byrja að ná áttum eftir snjóflóðið, sem lagði þorpið nánast í rúst. Síðar sagði: ,,Milli fólks og fyrirtækis verður ekki greint. Hvorugt þrífst án hins. Þess vegna hafa atvinnutækifæri í Súðavík lítið að segja ef ekkert kemur fólkið. Engin byggð.“ Og svo var spurt: ,,Halda Súðvíkingar heim á leið?“ Já, Súðvíkingar héldu heim á leið, margir hverjir, þótt ýmsir heltust úr lestinni, sem við var að búast. Súðavíkurhreppur átti Eyrardalsland, heppilegt bæjarstæði; þar reis Súðavík hin nýja.

Á þeim ellefu árum sem liðin eru síðan ósköpin dundu yfir hefur oft reynt á þolrifin hjá Súðvíkingum. Í áratugi hafði Frosti hf verið burðarásinn í atvinnulífi staðarins. Undir lokin var svo komið fyrir þessu áður blómlega frystihúsi að þar var einungis unnin rækja. Sú starfsemi hætti svo síðla sumars. Tugir fólks atvinnulaust. Mikið áfall fyrir lítið samfélag. En árar voru ekki lagðar í bát. Ef fram fer sem horfir má ætla að á vordögum verði um 40 störf í húsnæði Frosta hf, álíka fjöldi og var í rækjuverksmiðjunni þegar flest var. Mótlætið er til að sigrast a því.

,,Ef áhuginn og viljinn er fyrir hendi og markmiðin skýr er hægt að leysa ótrúlega orku úr læðingi,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, í opnuviðtali BB í dag, maður sem fullyrða má að hafi fyrir margra hluta sakir vakið athygli fyrir einarða baráttu og útsjónarsemi, maður með trú á framtíð byggðarlagsins.

,,Ég trúi því að lífsgildi fjölskyldna eigi eftir að breytast á komandi árum, að ákveðin vakning muni eiga sér stað. Þessi hraði og löngun til að vera alltaf þar sem mest er um að vera er að víkja fyrir vilja fólks til að komast í friðsælla umhverfi þar sem það getur hlúð vel að sér og sínum.

Vestfirðir eiga þá aða vera búnir að skapa hér þau skilyrði til að geta tekið við þeirri fjölgun. Við þurfum ekki að sjá mörg prósent af höfuðborgarbúum streyma út á landið svo að Vestfirðir geti haldið sínu. Markmiðið er ekki að allt fyllist hér af fólki heldur að geta búið til heil og sterk samfélög sem geta boðið öllum fjölskyldumeðlimum upp á menntun, afþreyingu og atvinnu við hæfi og það er að langmestu leiti í okkar höndum hvernig til tekst.“ Orð að sönnu.

Þótt óumflýjanlegt sé að ríkisvaldið láti til sín taka við eflingu byggðar á Vestfjörðum í álíka mæli og það hefur gert í öðrum landshlutum verða heimamenn að marka stefnuna.

Vilji okkar verður að ráða ferðinni líkt og í Súðavík hinni nýju.
s.h.

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli