Frétt

bb.is | 25.01.2006 | 09:453X-stál sýknað af kröfu um greiðslu miskabóta

3X-stál var sýknað af kröfu um greiðslu miskabóta.
3X-stál var sýknað af kröfu um greiðslu miskabóta.
Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað fyrirtækið 3X-stál af kröfu um greiðslu miskabóta vegna uppsagnar konu í fæðingarorlofi. Málsatvik voru þau að konan starfaði hjá fyrirtækinu við almenn skrifstofustörf þar til hún fór í fæðingarorlof 8. febrúar 2004. Fyllti hún út tilkynningu um fæðingarorlof í nóvember 2003, og kom þar fram að orlofið myndi hefjast 8. febrúar og standa til 31. desember sama ár og að orlofstíminn yrði samfelldur. 31. ágúst þetta ár sagði fyrirtækið konunni upp vegna endurskipulagningar á störfum á skrifstofu fyrirtækisins þar sem starf konunnar hefði verið lagt niður. Konan leitaði til Verkalýðsfélags Vestfirðinga sem ritaði fyrirtækinu bréf þar sem fram kom að félagið teldi uppsögnina ólögmæta og bótaskyld, auk þess sem skorað var á fyrirtækið að draga hana til baka. Lögmaður fyrirtækisins svaraði bréfinu og sagði að það væri álit fyrirtækisins að fæðingarorlof konunnar hefði verið lokið þegar henni var sagt upp auk þess sem gildar ástæður hefðu verið fyrir uppsögninni.

Í framhaldi af þessu krafðist konan miskabóta sem samsvara þriggja mánaða launum, eða 540 þúsund krónum og kvaðst byggja kröfu sína á ráðningarsamningi aðila og rétti sínum til uppsagnarfrests samkvæmt kjarasamningi, auk meginreglu samningaréttar um skyldu til að efna gerða samninga. Hún vísaði til þess að samkvæmt lögum sé starfsmanni heimilt að semja um tilhögun fæðingarorlofs við atvinnurekanda, m.a. um að fæðingar orlof sé tekið samhliða minnkuðu starfshlutafalli, að hún hafi samið við fyrirtækið um að taka orlofið á um það bil 10 mánaða tímabili í samræmi við rétt sinn og að hún hafi fengið greiðslur úr fæðingarorlofssjóði í hlutfalli við það og hafi því verið í fæðingarorlofi þegar henni var sagt upp, en ólöglegt er að segja upp starfsmanni í fæðingarorlofi nema gildar ástæður séu fyrir hendi og þá skal skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögnin. Segir konan að uppsögnin hafi ekki verið rökstudd heldur einungis tekið fram að starf stefnanda hafi verið lagt niður, og frekari rökstuðningur hafi ekki komið fram fyrr en í svarbréfi lögmanns fyrirtækisins til Verkalýðsfélags Vestfirðinga, en þeim röksemdum fyrirtækisins var hafnað sem röngum eða ósönnuðum.

Miskabótakröfuna rökstyður konan með því að hún búi í litlu byggðarlagi þar sem möguleikar til að fá atvinnu séu takmarkaðir og uppsögn með þeim hætti sem hér um ræðir sé til þess fallin að valda konunni álitshnekki, óþægindum og erfiðleikum við að fá starf að nýju.

Fram kom í máli fyrirtækisins að það hafi fallist á ósk konunnar um lengra leyfi en lögbundið sex mánaða orlof og samið hafi verið um að hún tæki launalaust leyfi að fæðingarorlofinu loknu, eða frá 8. ágúst 2004. Á þeim tíma sem leið fram að þeim degi hafi miklar breytingar orðið á starfsemi fyrirtækisins sem einkum hafi lotið að hagræðingu í almennum skrifstofurekstri. Kveðst fyrirtækið af þessum sökum hafa þurft að segja stefnanda upp störfum. Fyrirtækið leitaði til Verkalýðsfélags Vestfirðinga og hafi starfsmaður félagsins tjáð fyrirtækinu að konan teldist hafa lokið fæðingarorlofi í ágúst 2004 og væri eftir það í launalausu leyfi og mætti segja henni upp með lögbundnum uppsagnarfresti. Verkalýðsfélagið hafi svo síðar skipt um skoðun.

Dómurinn hafnaði þeirri túlkun fyrirtækisins að konan hefði ekki verið í fæðingarorlofi, en samþykkti að það hefði haft gilda ástæðu fyrir uppsögninni. Þá segir í dómsúrskurði: „ Á það hefur hér verið fallist með stefnda að rekstrarlegar breytingar sem komu til framkvæmda meðan á orlofstöku stefnanda stóð hafi verið gild ástæða uppsagnarinnar og að ekki hafi verið kostur á sambærilegu starfi hjá stefnda sem hann gæti falið stefnanda. [...]Í þessu máli liggur fyrir að er stefnda varð ljóst að stefnandi taldi sér hafa verið sagt upp í fæðingarorlofi vildi hann leysa málið með því að stefnandi kæmi aftur til vinnu er orlofinu lauk. Stefnandi kaus hins vegar að fara í vinnu sem hún hafði þá ráðið sig í tímabundið hjá öðrum atvinnurekanda. Stefndi bauð henni þá 250.000 króna greiðslu sem stefnandi hafnaði. Þar sem svo atvikaðist að stefnandi fékk vinnu hjá nýjum vinnuveitanda þegar við lok orlofsins gegn ívið betri launum en hún hafði hjá stefnda, varð hún ekki fyrir beinu fjárhagstjóni vegna uppsagnarinnar og með því að á það hefur verið fallist með stefnda að hann hafi haft gilda ástæðu til að segja stefnanda upp eru ekki skilyrði til að dæma stefnda til að greiða henni miskabætur“.

Fyrirtækið var eins og áður segið sýknað af kröfum konunnar, og var málskostnaður látinn falla niður.

eirikur@bb.is

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli