Frétt

bb.is | 24.01.2006 | 18:04Ísafjarðarbær sýknaður af bótakröfu vegna slyss á skíðasvæðinu í Tungudal

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað Ísafjarðarbæ af skaðabótakröfu unglingspilts, sem slasaðist á skíðasvæði Ísafjarðar í Tungudal. Slysið varð árið 2002 þegar pilturinn var 15 ára, og að mati lækna hlaut hann 60% varanlegan miska vegna slyssins og 80% varanlega örorku. Slysið varð með þeim hætti að pilturinn renndi sér þar á skíðum niður brekku og á snjópall sem hafði verið gerður þar og ætlaður snjóbrettaiðkendum. Þegar hann kom á pallinn fór hann beint upp í loft og snerist og missti alla stjórn á því hvernig hann kæmi niður. Hann lenti í brekkunni fyrir neðan með höfuð og herðar fyrst og fór nokkrar veltur niður hana. Hann missti meðvitund, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og lagður inn á gjörgæsludeild. Hann var útskrifaður af endurhæfingardeild fjórum mánuðum eftir slysið.

Pilturinn byggði m.a. bótakröfu sína á því að stökkpallurinn hafi verið stórhættulegur og þótt hann hafi haft ágætis reynslu af skíðaiðkun hafi hann ekki átt möguleika á að bjarga sér eftir að hann kom í pallinn og slysið verið óumflýjanlegt.

Ísafjarðarbær krafðist sýknu og byggði m.a. á því að pilturinn hafi sjálfur lagt sig í mikla hættu með þeirri ákvörðun að stökkva af pallinum, sem ekki hafi verið ætlaður til nota á svigskíðum, án hjálms eða öryggisbúnaðar og að því er virðist án kunnáttu til að framkvæma stökk sem þetta. Pallurinn hafi verið utan venjulegra skíðaleiða og pilturinn hafi hunsað fyrirmæli kennara.

Dómurinn segir í niðurstöðu sinni, að almennt verði að gera þá kröfu til þess sem fer á skíðasvæði, að hann geri sér ljóst að fari hann út fyrir afmarkaðar skíðabrautir geri hann það á eigin áhættu, enda eigi hann ekki að sæta sérstakri umsjá annarra með tilliti til aldurs og þroska. Með tilliti til aldurs piltsins og þess að hann hafði reynslu af skíðaiðkun, þyki þetta sjónarmið eiga við um hann. Þar sem stökkpallurinn hafi verið utan afmarkaðrar brautar þyki ekki verða lögð ábyrgð á starfsmenn Ísafjarðarbæjar á því að ekki var vakin sérstaklega athygli á því með merkingum eða öðrum ráðstöfunum að pallurinn væri ekki gerður fyrir menn á svigskíðum.

bb@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 14:57 Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með frétt Næstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli