Frétt

Björn Davíðsson | 23.01.2006 | 11:13Úr dagbók varabæjarfulltrúa

Björn Davíðsson.
Björn Davíðsson.
Á vefdagbók bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar er í síðustu viku nokkuð fjallað um ummæli undirritaðs á bæjarstjórnarfundi sl. fimmtudag um vegslóða í Leirufirði. Umfjöllunin átti vissulega rétt á sér, en er þó af því tagi að henni verður ekki látið ósvarað. Skrifaði bæjarstjóri m.a. að ummæli mín í tengslum við gerð vegslóða í Leirufirði lýstu forneskjulegu viðhorfi sem honum finnst ótrúlegt að geti verið uppi á 21. öld og sagði hann jafnframt vegslóðann hafa verið lagðan í leyfisleysi.

Þingmaður einn, samflokksmaður bæjarstjóra hafði hinsvegar þau orð uppi sl. sumar að viðbrögð bæjarstjóra og fleiri bæru vott um firringu. Því er líka til að svara að viðbrögð bæjarstjóra í kring um allt þetta mál hafa því miður ávallt verið yfirdrifin og honum virðist fyrirmunað að sjá ýmis atriði sem máli skipta, t.d. varðandi leyfisveitingar. Einnig t.d. að Sólberg Jónsson, sem framkvæmdi verkið, leitaði liðsinnis og ráðgjafar Ísafjarðarbæjar við undirbúning framkvæmdarinnar þann 24. ágúst 2004 eða um ári áður en bæjarstjórinn bað um lögreglurannsóknina.

Málið var vandlega rætt í umhverfisnefnd og kom m.a. fram að óhjákvæmilega myndi vegslóðinn krefjast skeringa í Öldugili en þessar skeringar eru það rask sem mest ber á þegar horft er yfir landslagið sem vegslóðinn liggur um. Nær allt vegstæðið samanstendur af ógróinni urð. Þegar vegslóðinn er orðinn tækjafær gerist þó því miður það að lögbrot eru framin af einum eða fleiri jeppaökumönnum sem gera sig seka um akstur utan þess svæðis sem vegslóðanum hafði verið markað. Upphefst þá nokkur fjölmiðlaumræða sem lyktar með því að lagðar eru fram tvær kærur, ekki á hendur ökumönnum, heldur framkvæmdaaðilanum sem hafði þó leyfi frá Ísafjarðarbæ upp á vasann. Eins og komið er í ljós að lokinni lögreglurannsókn þá mælir lögreglustjóri með því að málið verði látið niður falla og í ljósi þess sem fram kemur í henni verður að álíta að ekki hafi verið brotin lög með lagningu vegslóðans.

Sólberg Jónsson hefur lagt fram tillögur um hvernig ganga megi frá vegstæðinu svo að sem minnst lýti verði af í landslaginu. Vegna mikils veðurágangs í þessarri hæð má einnig búast við að for og leir sem er í vegstæðinu skolist brátt burt og verður það þá um leið minna áberandi. Það er því óskiljanlegt að bæjarstjórinn skuli ekki geta fallist á þau málalok sem lögregla leggur til og að hann skuli telja ástæðu til að eyða peningum bæjarbúa í aðra umferð hjá umhverfisyfirvöldum og bæjarlögmanni.

Og úr því að ég styð hér fingrum á lyklaborð verður ekki hjá því komist að minnast á annað málefni úr pistli bæjarstjóra. Það kom honum á óvart að minnihlutinn skyldi ekki styðja tilllögur meirihluta um „hækkun hámarksafsláttar“ á fasteignagjöldum til félagsamtaka og elli- og örorkulífeyrisþega. Þessi afsláttur er í krónutölu og á meðan fasteignagjöld hækka um allt að 20% og almennar verðlagsbreytingar eru um 5%, fannst meirihlutanum nægja að hækka hámark afsláttarins um 2,5% - Þarna er því er um lækkun afsláttarins að ræða og þeirri blekkingu neita ég að bera ábyrgð á.

Björn Davíðsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli