Frétt

mbl.is | 20.01.2006 | 08:33Íslenskri stúlku haldið tvo tíma í gíslingu vopnaðra ræningja

Lögreglan í Reykjavík hefur verið beðin um að aðstoða lögregluyfirvöld í Naíróbí, höfuðborg Kenýa, í tengslum við rannsókn á alvarlegri árás og ráni á heimili í borginni þar sem tvítug íslensk stúlka á vegum Alþjóðlegu ungmennaskiptanna (AUS) var nýbyrjuð í sex mánaða vist sem sjálfboðaliði.

Árásin átti sér stað föstudaginn 13. janúar og áttu húsráðendur ásamt gestum sínum, alls 15 manns, sér einskis ills von þegar fimm ræningjar með skotvopn réðust inn á heimilið og héldu fólkinu í gíslingu á meðan þeir lögðu heimilið í rúst og hurfu með öll þau verðmæti sem þeir komust yfir. Nokkrar stimpingar urðu á meðan ræningjarnir yfirbuguðu heimilisfólkið en að sögn Önnu Lúðvíksdóttur framkvæmdastjóra AUS slasaðist enginn alvarlega, að undanskildu því andlega áfalli sem fólkið fékk.

Ræningjarnir hótuðu fólkinu og börðu suma, þar á meðal íslensku stúlkuna. Hún fékk aðhlynningu á sjúkrahúsi í Kenýa og síðan aftur á slysadeild Landspítalans við heimkomuna. Ennfremur hefur hún fengið sálfræðiaðstoð. Stúlkan var komin í flug til Íslands tveimur sólarhringum eftir atburðinn.

Húsið sem stúlkan bjó í var umkringt öryggisgirðingu og starfaði þar einnig öryggisvörður við hliðið auk þess sem strangar reglur gilda um gestakomur. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir tókst ræningjunum að komast í gegnum hindranirnar og taka völdin af húsráðendum. Atlagan stóð yfir í tvær klukkustundir og lauk með því að ræningjarnir gengu út með skartgripi og önnur verðmæti. Þótt þeir hafi verið vopnaðir var ekki hleypt af skoti í umsátrinu en öllu fólkinu var skipað að leggjast á gólfið á meðan heimilið var rænt. Vegabréfi stúlkunnar var þó ekki stolið í atlögunni og var strax hafist handa við að koma henni heim, að sögn Önnu.

Anna harmar atburðinn og segir hann heyra til undantekninga að því er varðar sjálfboðaliða á vegum AUS. Lögð sé mikil áhersla á að þeir fari á örugg heimili og svæði en á hinn bóginn sé ekki hægt að útiloka áhættu samfara þessum störfum. Hún segir stúlkuna bera sig vel þrátt fyrir áfallið og hafi hún brugðist rétt við í þeim aðstæðum sem upp komu.

Að jafnaði eru 15-20 sjálfboðaliðar á vegum AUS víðs vegar um heiminn. Nokkrir voru í Naíróbí í haust og urðu ekki fyrir neinum skakkaföllum. Anna segir sjálfboðaliða á vegum AUS undirbúna með skipulegum hætti fyrir erlenda dvöl og farið yfir hvað beri að varast í þeim löndum sem förinni er heitið til.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli