Frétt

Gunnar Bragi Sveinsson | 19.01.2006 | 11:52Hinn hvítþvegni Kristinn

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson.
Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi fór fram fyrir stuttu. Fundarmenn voru ánægðir með þann árangur sem flokkurinn hefur náð í ríkisstjórn en voru einnig sammála um að herða þurfi róðurinn í nokkrum málum. Þau mál eru þess eðlis að samstarfsflokknum hugnast þau síður og því er vitanlega á brattann að sækja. Þessi mál eru m.a. styrking Byggðatofnunar, verja Íbúðalánasjóð, heilbrigðisþjónusta á ábyrgð ríkisins ofl. Framsóknarmenn horfa því björtum augum til komandi sveitarstjórnarkosninga.

Einn skugga bar þó á annars ágæt þing og það var ræða Kristinns H. Gunnarssonar þingmanns á lokamínútum þingsins á sunnudaginn. Daginn áður hafði formaður flokksins Halldór Ásgrímsson flutt sína ræðu og nýttu fundarmenn komu formannsins til að spyrja hann og ræða málefni flokksins. Margar ágætar ræður voru fluttar þann dag og m.a. átti Kristinn H.
Gunnarsson þar eina. En á sunnudeginum gerðist það sem allt of oft gerist að Kristinn fór í bakið á formanni flokksins með ræðu og fullyrðingum sem enginn viðstaddra gat hrakið.

Meiri manndómur hefði verið að halda þá ræðu þegar formaðurinn var á staðnum og gat svarað. Þessi vinnubrögð eru ekki ný af nálinni og því miður virðast sumum þykja þau í lagi. Við vorum nokkur sem stigum í pontu á eftir Kristni og mótmæltum þessu harðlega og ég viðurkenni að ég gekk nokkuð langt í því að skamma þingmanninn.

Mælirinn er einfaldlega fullur

Kristinn getur ekki endalaust komist upp með að leika „Maríu mey“eins og einn þingfulltrúa orðaði það, enda ekki heiðarlegt gagnvart þeirri ágætu konu. Hann hvítþvær sig af erfiðum málum flokksins en kemur svo með geislabauginn þegar eitthvað vinsælt er í gangi. Kjördæmið þarf á öllum sínum þingmönnum að halda og því verða þeir að láta hagsmuni kjördæmisins ganga fyrir sínum persónulega metnaði. Það er nú þannig að Kristinn og ég erum skráðir í sama flokk. Ég er reyndar búinn að vera í honum mun lengur en Kristinn og tel mig því þekkja flokkinn minn betur. Kristinn og þeir fáu sem fylgdu honum úr Alþýðubandalaginu hafa lagt mikið á sig við að reyna að breyta flokknum þannig að hann fari nær þeirra gömlu stefnu.

Fyrir vikið hefur þingmaðurinn hrakist út á kannt í flokknum og á sér vart viðreisnar von, því það þarf meira en gamla komma til að halda aftur af flokknum í því að þróast til framtíðar og með samfélaginu. Hins vegar eru Vinstri Grænir á leið í öfuga átt. Framsóknarmenn og aðrir í kjördæminu þurfa þingmenn sem eru duglegir og ákveðnir en síðast en ekki síst þingmenn með áhrif og tengsl. Það skiptir mestu að á þingmennina sé hlustað því þannig má ná málum fram. En líkt og Jón Bjarnason og Sigurjón Þórðarson er Kristinn áhrifalaus. Ef honum er annt um sitt kjördæmi þá dregur hann sig í hlé. Þannig myndi hann vinna kjördæminu mest gagn því flokkurinn gæti þá komið sterkur og einhuga fram og kjördæmið eignast þingmenn sem náð geta árangri.

Mér er svo sem sama þótt hann haldi áfram í flokknum og reyni að toga flokkinn af miðjunni og lengst til vinstri, meðan hann er ekki þingmaður, það mun samt ekki takast. Ef þetta kjördæmi á að halda áfram að rétta úr kútnum þarf bjartsýni og áræðni, ekki svartsýni og afturhald. Við þurfum þingmenn sem mark er tekið á því einungis þeir ná fram málum. Áhrifalausir þingmenn ná engu fram.

Gunnar Bragi Sveinsson, framsóknarmaður í 24 ár, sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði og á sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli