Frétt

| 23.11.2001 | 12:41Föst skot á Magnús Þór og frá honum

Magnús Þór Hafsteinsson, fiskifræðingur og fréttamaður, verður einn af frummælendum á opnum fundi um fiskveiðistjórnarmál á Ísafirði á sunnudag.
Magnús Þór Hafsteinsson, fiskifræðingur og fréttamaður, verður einn af frummælendum á opnum fundi um fiskveiðistjórnarmál á Ísafirði á sunnudag.
Harkaleg orðaskipti hafa orðið á milli Guðbrands Sigurðssonar, forstjóra Útgerðarfélags Akureyringa, og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, fiskifræðings og fréttamanns, vegna brottkastmyndanna frægu í sjónvarpinu um daginn. Magnús ritaði grein sem birtist hér á BB-vefnum á þriðjudaginn og síðan á sjávarútvegsvefnum InterSeafood.com. Í framhaldi af því beindi Guðbrandur harðri gagnrýni að Magnúsi í grein á heimasíðu ÚA, sem birtist síðan á InterSeafood. Guðbrandur sagði m.a.:
„Undirritaður er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þessar myndatökur og látið í ljós skoðun á þeim hér á heimasíðu Útgerðarfélags Akureyringa. Hvorki orðatiltæki Magnúsar Þórs né þau rök sem hann heldur fram, breyta því sem ég hef sagt að myndatakan og birting myndanna er mun tengdari æsifréttamennsku og skítkasti í garð allra íslenskra sjómanna fremur en vönduðum vinnubrögðum og gagnrýnni fréttamennsku. Þetta mál í heild sinni snýst um trúverðugleika og vegna óvandaðra vinnubragða Magnúsar Þórs í þessu máli hefur hann hverfandi lítinn trúverðugleika.“

Magnús Þór Hafsteinsson svaraði Guðbrandi óðara á InterSeafood.com og sagði m.a.:

„Ég ætla að varpa fram nokkrum spurningum:

1. Eru menn virkilega reiðubúnir að trúa því að ég sé svo vitlaus að skipuleggja jafn „massívt“ samsæri þar sem við sögu koma um 15 sjómenn, sem ég þekki ekkert, og tveir ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn með áratuga langa reynslu sem myndatökumenn frétta?

2. Að ég sé virkilega svo kaldrifjaður að bera slíka fölsun á borð fyrir þjóðina í öllum helstu fjölmiðlum og senda síðan fréttina til útlanda í þokkabót?

3. Að ég telji mig komast upp með slíkt án þess að upp kæmist? Einfaldlega af þeirri ástæðu að einhver myndi kjafta frá. Og þá á ég ekki við Níels Ársælsson sem er orðinn margsaga í þessu máli, heldur þá sjómenn sem róa með honum.

4. Halda menn virkilega að ég væri reiðubúinn að fórna bæði ferli mínum og mannorði fyrir slíka fölsun, sem væri, ef ásakanir reyndust réttar, að öllum líkindum rosalegasta fréttafölsun sem um getur í sögu íslenskra fjölmiðla? Og að mér hefði tekist að fá alla þessa menn í vitorð með mér?“

– – –

„Sjávarútvegsráðherra og einhver sjálfstæðisþingkona að norðan, sem ég man í svipinn ekki nafnið á, hafa einnig verið með dylgjur og ásakanir um falsanir úr ræðustól Alþingis. Án þess heldur að hafa neinar sannir fyrir máli sínu. Hvað gengur þeim eiginlega til? Ekki er ég með rógburð á hendur þessu fólki. Mér finnst bæði ég og Friðþjófur Helgason eiga inni afsökunarbeiðni frá ýmsum eftir orrahríð undanfarinna daga.“

– – –

Guðbrandur ætti frekar að beina spjótum sínum í þessu máli að íslenskum stjórnvöldum og hagsmunaöflum í útvegi sem hafa vitað af þessum brottkastvanda í fjölda ára en lítið sem ekkert gert af viti til að reyna að koma í veg fyrir hann. Með þeim afleiðingum að fyrstu myndirnar hafa nú komið fram af brottkastinu. „Fölsun“ heyrist galað. Hvað þá með myndirnar sem birtar voru um daginn af togbát, sem var á siglingu einn júnídag fyrir tveim árum við suðurströndina, og sýndu að renna fyrir brottkast lá beint í sjóinn? Voru þær myndir líka falsaðar?

Hvað með Gallupkönnunina sem sjávarútvegsráðherra lét gera fyrir tæpu ári? Hvað með sjómennina á dragnótabátnum fyrir vestan sem eiðsvarnir fyrir rétti sögðu að þeim hefði verið skipað að henda öllum þorski undir þremur kílóum í hafið aftur? Hvað með samanburðarkönnunina frægu sem Fiskistofa framkvæmdi fyrir vestan í fyrra og sýndi að fjöldi báta kom ekki með einn einasta þorsk undir hálfum metra í land þegar eftirlitsmenn voru ekki um borð. Þegar eftirlitið skellti sér með í róðrana gerðust þau firn að smáfiskur fór að veiðast í miklum mæli. Og hvað með alla sjómennina sem hafa sagt frá brottkasti í fjölmiðlum á undanförnum misserum? Hvað með brottkastskönnunina sem Kristinn Pétursson lét gera fyrir tíu árum?

Er þetta allt haugalygi og fals frá A til Ö?“

Í DV í dag, föstudag, segir Örn Sveinsson á Tálknafirði, skipverji á Bjarma BA, að brottkastið hafi ekki verið nein sviðsetning. Örn var í áhöfninni þegar sjónvarpsmenn fóru með og mynduðu brottkastið. Í DV segir:

Ýmsir hafa haldið því fram að það [brottkastið] hafi verið sviðsett og frásagnir skipstjórans, Níelsar Ársælssonar, þar um hafa verið misvísandi. Örn segir hins vegar að best sé að taka af allan vafa: Brottkasti

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli