Frétt

mbl.is | 18.01.2006 | 09:20Komnir heim eftir tveggja sólarhringa volk á Kollumúlaheiði

Jeppamenn sem sátu fastir á Kollumúlaheiði á hálendinu ofan Fljótsdalshéraðs í sólarhring komust til byggða seint í gærdag með aðstöð björgunarmanna af Héraði og Jökuldal. "Við fórum á laugardagsmorguninn, ég, Jóhann Guðmundsson, Steinn Björnsson og Þorsteinn Björnsson á þremur jeppum með eldivið, gas og annað sem þarf til ársins í skála Ferðafélagsins, Egilssel, suður á Kollumúlaheiði og vorum þar við venjulegt eftirlit á skálanum, að dytta að þarna á laugardeginum," sagði Þórhallur Þorsteinsson í samtali við Morgunblaðið í gær.

"Þetta var ekki nema um sex tíma ferð upp eftir frá Egilsstöðum, yfir Jökulsá í Fljótsdal við Eyjabakkana og austureftir yfir í skálann. Við vissum svo sem að ganga myndi í suðaustanátt og norðvestan á laugardeginum og fram á nótt á sunnudegi. Það varð bara miklu verra veðrið en veðurspáin gaf til kynna."

Þórhallur segir veður hafa verið gott á sunnudag, en ófærðin þvílík að þeir hafi barist áfram á jeppunum frá kl. eitt eftir hádegi þann dag og fram til þrjú á aðfaranótt mánudags, en aðeins komist fimm kílómetra vegalengd. Veður hafi þó verið gott allan þann tíma.

"Síðan gekk í vont veður seint um nóttina og við vorum búnir að fá tvo jeppa til að koma á móti okkur á sunnudeginum, en þegar ljóst var að orðið var nánast ófært fyrir þá líka að koma á móti okkur, komu þrír snjósleðar sem ætluðu að ferja okkur á milli bíla. Þegar þeir voru komnir af stað gekk þeim ekkert í snjóinn, ófærðin var svo mikil og þeir áttu fullt í fangi með að komast einir í bílana sem ætluðu að koma til móts við okkur. Síðan vorum við um kyrrt í jeppunum um nóttina og þá gerði vitlaust veður seinnipartinn þá nótt og langleiðina fram undir hádegi. Þá var komið á hreint að hvorki sleðar né bílar kæmust til okkar svo að um tíuleytið á mánudagsmorgun var tekin ákvörðun um að kalla í snjóbíl til að ná í okkur. Það tók sinn tíma að gera hann kláran og hann kom til okkar um níuleytið á mánudagskvöld. Það gekk ágætlega.

Í bakaleiðinni skall saman veðrið aftur og við komum í búðir hjá Arnarfelli við Ufsarveitu skammt frá Snæfelli um eittleytið aðfaranótt þriðjudags. Þar biðu okkar uppbúin rúm og heitur matur og væsti ekki um okkur. Í gær mölluðum við þetta svo í Egilsstaði, snjóbílar, sleðar og jeppar og vorum komnir í hús um hálffimmleytið."

Þórhallur segir að ekki hafi væst um þá félaga þrátt fyrir volkið og ferðaraunir. "Í raun og veru var aldrei neitt að fyrir okkur nema þessi ófærð og við höfðum náttúrulega nógan mat og hlýja bíla. Hefði færið ekki verið svona slæmt hefði þetta ferðalag okkar aldrei orðið neitt vandamál, en þarna komu björgunarsveitirnar á Héraði og Jökuldal okkur vel til hjálpar."

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli