Frétt

mbl.is | 17.01.2006 | 15:00Jón Ásgeir segir ritstjóra DV hafa farið út af brautinni

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group. „Árið 2002 kom ég í fyrsta sinn að rekstri fjölmiðla. Við sáum að það var framtíð í þeim hugmyndum sem voru uppi um rekstur á dagblaði sem skyldi dreift ókeypis á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og að slíkur rekstur gæti skilað viðunandi afkomu.

Í upphafi settum við eina milljón í Bónus og sú fjárfesting gekk upp. Við settum 50 milljónir í Fréttablaðið og sú fjárfesting gekk líka upp.

Undanfarin misseri höfum við byggt upp fjölmiðlafyrirtækið 365 ásamt um 900 öðrum hluthöfum. Grunnurinn að því var Fréttablaðið, en svo urðu aðstæður þannig að okkur gafst tækifæri til að bæta við reksturinn.

365 fjölmiðlar eru í dag framsæknasta fjölmiðlafyrirtæki landsins þar sem innanborðs er kraftmikið og gott starfsfólk.

Reksturinn hefur gengið að óskum og er byggður á þeirri hugmyndafræði að um sé að ræða fjölmiðlafyrirtæki sem sinnir öllum tegundum fjölmiðlunar; fréttum, afþreyingu, upplýsingu og skemmtun.

Fyrirtækið rekur sjónvarps- og útvarpsstöðvar, gefur út tímarit og dagblöð auk þess að halda úti vefsvæðum. Þetta hefur gefist vel og fjölbreytt rekstrarform skapar grunninn að því að hægt er að reka stórt fjölmiðlafyrirtæki sem skilar afkomu sem hefur ekki áður þekkst í rekstri fjölmiðla á Íslandi. 365 fjölmiðlar eru dótturfélag Dagsbrúnar hf. sem skráð er í Kauphöll Íslands.

Fyrirtækið skilar uppgjörum á þriggja mánaða fresti í samræmi við þær leikreglur sem gilda í Kauphöllinni. Þar birtast uppgjör sem sýna að við erum að ná árangri. Við erum að ná árangri sem hefur reynst öðrum fjölmiðlum ógerlegt hingað til.

Það er því fjarri lagi að einhver sé að borga með fjölmiðlum 365 þótt slíkt kunni að eiga við aðra fjölmiðla hér á landi. Allar tölur í uppgjörum Dagsbrúnar sýna annað.

Fjölmiðlar og stjórnmálamenn, sem hafa að undanförnu fjallað mjög ítarlega um rekstur 365 fjölmiðla, geta því leitað þangað áður en þeir fullyrða annað um reksturinn.

Nú að undanförnu hafa fjölmiðlar 365 verið heimfærðir á mig persónulega eða það fyrirtæki sem ég er í forsvari fyrir. Það hefur orðið til þess að fjöldi manna hefur leitað til mín og óskað eftir því að ég beiti mér fyrir því að breyta efnistökum fjölmiðla í eigu 365. Þessar beiðnir hafa verið af ýmsum toga. Reka ritstjóra og ráða annan, leggja niður dagskrárþætti fjölmiðla, skrúfa niður í Ingva Hrafni, henda út Silfri Egils og svona mætti lengi telja. Þeir sem hafa óskað eftir slíku við mig, vita að það hefur engan árangur borið.

Ritstjórn fjölmiðla er ekki á minni könnu. Ég kem að rekstri fjölmiðla út frá arðsemisforsendum og að þeir peningar, sem ég lagði til verkefnisins í upphafi, ávaxti sig. Ritstjórar DV fóru hins vegar út af brautinni. Þeir tóku poka sinn og tóku ábyrgð á ritstjórnarstefnu sinni. Aðrir mættu taka ákvörðun þeirra sér til fyrirmyndar."

Undir þetta ritar Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli