Frétt

Magnús Þór Hafsteinsson | 17.01.2006 | 13:47Loðnan seiðir fleira til sín en fugl, ekki sízt þorskinn

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.
Enn finnst enginn loðna svo heitið geti, þó rannsóknaskipið Árni Friðriksson sé nú búið að leita nánast þrotlaust frá áramótum. Ég hef ítrekað bent á mikilvægi loðnu fyrir vistkerfið í hafinu umhverfis Ísland. Síðast í viðtalsþætti á NFS sagði ég meðal annars að þetta væru engin ný sannindi. Þessu til áréttingar benti ég mönnum á að Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur hefði ritað um þetta fyrir réttum 100 árum. Ráðamenn sem þykjast hafa stjórnað fiskveiðum hér við land undanfarinn aldarfjórðung og fram á þennan dag, hafa augljóslega ekki lesið þennan grundvallartexta. Það skýrir náttúrulega að einhverju leyti vanhæfi þeirra, þó sú fáfræði afsaki auðvitað engann veginn þau afglöp sem þeir eru sekir um og bera ábyrgð á.

Þessum aðilum til skammar og háðungar og öðrum til fræðslu, tel ég því fulla ástæðu til að birta hér nokkra valda kafla úr ritum þessa merka fræðimanns. Hér eru fyrst tilvitnanir út greininni „Ferð með hafrannsóknaskipinu Thor“ eftir Bjarna Sæmundsson fiskifræðing. Greinin birtist í Ísafold miðvikudaginn 12. október árið 1904 og í henni segir Bjarni frá leiðangri sem hann fór með skipinu 30. júní - 30. júlí þá um sumarið: „Þegar kom norður á móts við Norðfjörð, fór að lifna við á sjónum. Þar var krökkt af fugli, einkum rytu. Svo var alls staðar norður undir Langanes. Það sem einkum seiddi fuglinn til sín, var urmull af loðnu, sem var um langan tíma í sumar um allan sjó fyrir Austurlandi, einkum norðan til. Of var gaman að horfa á rytugerin og atorku rytunnar við loðnuveiðina. Urðu ekki sjaldan úr því allharðar ryskingar milli hinna áköfustu; en oft verður slíkt á sæ“.

„En loðnan seiðir fleira til sín en fugl, og ekki sízt þorskinn. Hún hefur víst verið aðalorsök þess, að svo mikið var af þorski og stútungi við Austurland í sumar. En af því að hann var svo fullur af loðnu, var hann oft mjög tregur á beitu og fékkst bezt á handfæri og bera öngla“.

„Seinna, 28. júlí, voru merktir um 400 fiskar í Héraðsflóa. Þeir fengust þar í botnvörpu inni undir sandi. Var þar svo mikið af fiski,að vér fengum þar í 6 dráttum í vora litlu vörpu nær 3 þús. af stútungi og þyrsklingi og margt af öðrum fiski. Þar var allt krökkt af loðnu og hvítfugli“.

Hér er svo brot úr bókinni „Fiskarnir“ eftir Bjarna Sæmundsson, fiskifræðing. Kaflinn um þorskinn þar sem fæðunámi hans er lýst á bls. 223 og 224. Bókin var gefin út í Reykjavík árið 1926: „Þegar til lengdar lætur, verður þorskurinn leiður á botnfæðunni, eða lætur hana ekki sér nægja einvörðungu. Honum þykir ekki verra margt af því, sem flakkar laust um sjóinn. Má þar fyrst og fremst nefna ýmsa fiska, sem fara í þéttum torfum, svo sem loðnu, sandsíli, síld, einkum millisíld, smásíld, spærling og kolmunna, einnig rækjur, kampalampa, náttlampa og augnasíli, smokkfisk og vængjasnigla.Þegar þorskurinn eltir og etur hina umgetnu smáfiska, einkum loðnu og sandsíli, er hann nefndur „sílfiskur“, og þegar ætistorfurnar ber að, þar sem hann hefir „legið“ og búið við nauman kost, verður hann hamslaus og eltir torfurnar, verður „göngufiskur“, enda þótt hann sé líka nefndur því nafni, þegar hann sjálfur fer í torfum, án þess að hann sé á eftir æti.

Einkum heillar loðnan hann mjög, og þegar hann eltir hana, gætir hann oft lítið að því, hvert stefnir og hleypur á eftir henni alveg upp að fjörum, en þar getur brimið tekið hann og kastað honum unnvörpum upp á þurt land og gerist slíkt oft hér á suðurströndinni á útmánuðum, einkum á söndum Skaftafells- og Rangárvallasýslu.

Magamáli sínu gleymir hann alveg, þegar sandsíli og þá einkum loðnan, er á boðstólum. Treður hann þá magann oft svo út, að hann verður þunnur og gegnsær, eins og líknarbelgur, enda hefir hann þá gleypt þessa fiska tugum og jafnvel hundruðum saman, eftir því hve stór hann sjálfur og maginn rúmar mikið. Á vetrarvertíð má telja 100-160 fullvaxnar loðnur í þorski af vanalegri stærð við suðurströndina og við Langanes hafa verið taldar 267 smáloðnur (um 10 cm langar) úr einum þorskmaga, í júlí, og auk þess var í honum töluvert af rauðu mauki.

Eftir slíkt ofát, missir fiskurinn eðlilega matarlystina, verður „veikur“, segja fiskimenn, eða „legst á meltuna“ og tekur ekki beitu. Eftir 2-3 vikur fer hann að „gefa sig til“ á ný, - að fá lystina aftur, því að fyrst þá er hann búinn að melta og tíðum má sjá alveg ómelt síli, mitt inni í meltu maukinu úti við magavegginn.“

Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður Frjálslynda flokksins.

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli