Frétt

bb.is | 23.11.2001 | 10:23Brautin í Bolungarvík 90 ára á morgun

Brautarkonur á Lýðveldisafmælinu 17. júní 1995 ásamt Fjallkonunni.
Brautarkonur á Lýðveldisafmælinu 17. júní 1995 ásamt Fjallkonunni.
Kvenfélagið Brautin, hið góðkunna mannúðar- og menningarfélag í Bolungarvík, á 90 ára afmæli á morgun, laugardag. Í tilefni dagsins verður sitthvað um að vera eins og vænta má. Félagskonur ætla að hittast og eiga sameiginlega stund í fyrramálið, fara í gönguferð um bæinn og fá sér að lokum súpu í Finnabæ um hádegið. Þá ætlar félagið færa Hólskirkju 100 áritaðar sálmabækur að gjöf í tilefni afmælisins. Kvenfélagið Brautin hefur styrkt fjölmörg málefni og stofnanir í Bolungarvík á níu tuga starfsævi. Auk þess hafa ýmsir hópar og félög notið aðstoðar og samstarfs Brautarkvenna. Má segja að bolvískt samfélag hafi notið samfylgdar Kvenfélagsins Brautarinnar allt frá stofnun félagsins og fær vonandi að njóta hennar lengi enn.
Það voru 38 konur sem stofnuðu Kvenfélagið Brautina hinn 24. nóvember1911. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Sigríður Kristjánsdóttir formaður, Elín Guðmundsdóttir ritari og Þórdís Þorleifsdóttir gjaldkeri. Árgjaldið var ein króna.

Í upphaflegum lögum félagsins segir:

„Tilgangur félagsins er að efla andlegan og líkamlegan þroska og fullkomnun kvenna og gera kvenfólkið í plássinu sem sjálfstæðast og færast til að inna af hendi skyldustörf sín í hvaða stöðu sem það er. Að hjálpa eftir megni sængurkonum og öðrum hjálparþurfandi sjúklingum og á annan hátt bágstöddu fólki í plássinu sem félagið sér sér á nokkurn hátt fært að líkna með fjárframlögum úr félagssjóði, samskotum, vinnu og fleiru sem félagskonur gætu í té látið.“

Segja má að hlutverk félagsins sé enn að miklu leyti hið sama, þó að samfélagið sé mikið breytt.

„Fyrir þremur til fjórum árum stóðum við frammi fyrir því að félagið væri alveg að sofna út af. Í heilt ár var gengið á milli kvenna til að fá einhverja til að taka að sér formennskuna. Engin okkar var sátt við að félagið lognaðist út af, og þá ákváðum við nokkrar að taka þetta að okkur í sameiningu, og breyttum lögum félagsins. Nú kjósum við fimm konur í stjórn og þær skipta svo með sér verkum. Þannig höfum við skipt ábyrgðinni, svo hún lendi ekki á einhverri einni. Og þetta hefur gengið vel síðustu þrjú árin, þó nokkuð hafi dregið úr starfseminni frá því sem áður var“, segir Anna Björgmundsdóttir, ein hinna fimm stjórnarkvenna. Félagskonur eru nú 37, þar af eru 12 komnar yfir sjötugt.

Ítarleg frásögn af starfi Brautarinnar verður í Bæjarins besta sem kemur út á miðvikudaginn í næstu viku. Þar er rætt við tvær af þeim konum sem þrautreyndar eru í almennu starfi og í forystu félagsins, þær Evlalíu Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi formann, og Önnu Björgmundsdóttur.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli