Frétt

Stakkur 2. tbl. 2006 | 11.01.2006 | 10:21Kosningaskjálfti, kirkja og samkynhneigð

Árlegu hernaðarástandi er lokið. Margir eru fegnir. Björgunarsveitir og aðrir veltu ríflega hálfum milljarði króna. Flestir eru glaðir, bæði sprengivargar og björgunarsveitir. Í Hveragerði skall hurð nærri hælum. Hluti flugeldanna eyðilegðist, en sem betur fer slapp fólk nánast við meiðsl. Framkvæmdastjóri Landsbjargar lét hafa eftir sér í DV degi fyrir brunann að það yrði glæsileg flugeldasýning ef kviknaði í flugeldageymslunni í Keflavík. Jón Gunnarsson var hnípinn í sjónvarpi er sjá mátti hús og búnað björgunarsveitar brenna á gamlársdag. Er ekki kominn tími til að tengja við veruleikann, áður er illa fer? Svo skrítið sem það er eiga flugeldar og hundahald það sameiginlegt að tillit þeirra sem hafa ama af hvoru tveggja er afar takmarkað.

En áramótum fylgdi fleira. Forsetinn talaði ekki um Mónakó heldur gamla fólkið. Sama gerði forsætisráðherra og bætti við matarverði, sem gert hefur marga ríka. Biskup er leiðtogi þjóðkirkjunnar og amast við hluta þegnanna með óskiljanlegum hætti. Nú er það ekki lögbrot að hneigjast til sama kyns, en þjóðkirkjan vill enn hafa þá í sér hólfi líkt og óhreinu börnin hennar Evu. Biskup telst hirðir meirihluta þjóðarinnar sem enn tilheyrir þjóðkirkjunni. Hún hefur sérstöðu samkvæmt stjórnarskránni. Kirkjugarðar Reykjavíkur létu IMG Gallup nýverið kanna hvort fólk tryði á tilvist að loknum dauða. Nær væri að kanna viðhorf til samkynhneigðra og fá fram hvort söfnuðurinn deilir skoðun biskups. Hagstofan taldi 250.661 sál í Þjóðkirkjunni 1. desember 2004. Nærri lætur að 83% íbúa á Íslandi tilheyri þjóðkirkjunni. Hún hefur yfirburði gagnvart öðrum trúfélögum og því fylgja ríkar skyldur og vandmeðfarnar.

Þjóðkirkjan á ekki að vera einangrað fyrirbrigði og þótt guðfræði geri lítið úr samkynhneigð, ef Biskup er rétt skilinn, verður stofnun sem nýtur velvilja stjórnarskrár að gæta vel að framkomu sinni. Mörgum er tilheyra henni og telja sig trúaða er misboðið. Reyndar mun þetta vandamál leysast ef farin verður sú leið að kirkjan blessi einungis þá sem henni tilheyra, en hjúskapur verði einungis stofnaður með veraldlegum hætti fyrir tilheyrandi embættismanni og trú komi þar ekki við sögu. Sá er háttur í mörgum ríkjum er búa við kaþólska trú.

Mikil gerjun er í pólitískum heimi sveitarfélaganna. Margir skipta um flokka. Ber Akureyri og Reykjavík hæst. Norðankratar streyma í Sjálfstæðisflokkinn og vinstri menn í Reykjavík eru áttavilltir þessa daganna. Hver áhrifin verða á Alþingi er ekki vitað. Því miður virðist Framsóknarflokkur ætla að draga í land með breytingar á hjúskaparlöggjöf, Biskupi til gleði, en áhugamönnum um jafnrétti til armæðu.

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli