Frétt

Leiðari 2. tbl. 2006 | 11.01.2006 | 10:19Vestfirðingur ársins 2005

Sigríður Guðjónsdóttir, sundkennari í Bolungarvík, var af lesendum bb.is valin til að bera sæmdarheitið Vestfirðingur ársins 2005. Þetta er í fimmta sinn sem bb.is stendur fyrir vali á Vestfirðingi ársins og sem áður í samvinnu við fyrirtækin Gullauga á Ísafirði og tölvufyrirtækið INNN hf í Reykjavík. Næst á eftir Sigríði kom Vilborg Arnarsdóttir í Súðavík, sem eins og kunnugt er á heiðurinn af svonefndum Raggagarði í Súðavík. Þriðji í röðinni varð Sólberg Jónsson, fyrrum sparisjóðsstjóri í Bolungarvík.

Svo sem fram kemur í blaðinu í dag var Sigríður fyrir valinu vegna afreks hennar þegar hún bjargaði ellefu ára dreng frá drukknun í sundlauginni í Bolungarvík í byrjun desember. Drengurinn hafði ásamt félaga sínum verið að leik í lauginni þegar félagi hans sá að ekki var allt með felldu. Með snarræði náði Sigríður drengnum upp úr lauginni; hóf hún þegar lífgunartilraun með blástursaðferðinni og tókst á þann hátt að bjarga lífi hans.

BB óskar Sigríðri Guðjónsdóttur til hamingju með titilinn Vestfirðingur ársins 2005. Hún er svo sannarlega vel að honum komin. Fátt hlýtur að vekja meiri gleði og vera eftirsóknarverðara í lífinu en að hafa bjargað mannslífi.

Uppskeruhátíð

Í mörg ár hefur tíðkast að velja ,,mann ársins“ af hinu og þessu tilefni. Þetta viðgengst í flestum bæjarfélögum á landinu sem og í fjölmiðlum. Vestfirðingar eru þar engin undantekning.

Nýverið á var vegum Ísafjarðarbæjar valinn íþróttamaður ársins 2005. Féll sá heiður í skaut Jakobs Einars Jakobssonar, skíðagöngugarps. Ekki er langt síðan bærinn útnefndi Elvar Loga Hannesson sem bæjarlistamann. Þá skal ekki gleymt vali ísfirskrar alþýðu á sínum manni, ef svo má orða. BB óskar hinum útvöldu til hamingju.

Bæjarins besta hefur leitt hugann að því hvort ekki sé tímabært að kunngera þessar útnefningar á einum og sama degi; gera daginn að hátíðar- og viðurkenningardegi til einstaklinga, félaga og fyrirtækja, sem með einum eða öðrum hætti hafa skarað fram úr eða vakið athygli á bæjarfélaginu og eflt hag þess. Þessum viðurkenningum mætti hugsanlega fjölga; líta til fleiri átta. Örlítið klapp á bakið þarf ekki að kosta mikið. Það kann hins vegar að skila miklu.

Er það ekki þess virði að leiða hugann að því að sameinast um slíkan árlegan uppskeru- og hátíðisdag, sem aukið gæti hróður bæjarfélagsins og íbúa þess? Slík uppskeruhátíð myndi skerpa vitund okkar um sameiginlega hagsmuni.
s.h.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli