Frétt

| 21.11.2001 | 18:43Enn af brottkasti

Enn er fjallað um brottkast í fjölmiðlum og nú kemur skipstjórinn af Bjarma BA fram á völlinn og kveðst hafa sviðsett brottkastið eins og það kom fram í Morgunblaðinu og Sjónvarpinu. Ef satt er, þá er það vont, sérstaklega fyrir þá fréttamenn er tóku þátt í atburðunum. Ef satt reynist rýrir það traust almennings á fréttamönnum. Það vekur óneitanlega athygli hve sein lögregla er að taka á klárum lögbrotum sem höfð hafa verið fyrir augum þjóðarinnar í fjölmiðlum ítrekað undanfarna daga. Og það vekur líka athygli að tilraunir sýslumannsins á Ísafirði í þá veruna að fá allar kvikmyndirnar sem teknar voru af brottkastinu í sínar hendur virðast ekki bera neinn árangur. Þeir töku- og fréttamenn er hlut eiga að máli neita að afhenda þær, að eigin sögn. Í fjölmiðlum bera þeir fyrir sig trúnaði við skipstjórann. Hann kveður á hinn bóginn í Fiskifréttum þennan sama trúnað hafa verið brotinn á sér. Virðist í uppsiglingu eins konar fjölmiðlaklandur, því hver ber annan sökum, fréttamenn á vettvangi og skipstjórinn á hinu umdeilda skipi.

Málið er rætt á Alþingi og er merkilegasta niðurstaðan, en um leið sjálfsögð, að þingmenn eru allir óánægðir með brottkast afla af íslenskum fiskiskipum. Fiskurinn í sjónum er sameiginleg auðlegð íslensku þjóðarinnar. Veruleiki hins raunverulega heims er sá, að aldrei hefur tekist að deila út veraldlegum gæðum svo öllum líki. Um fátt hefur orðið heitari pólitísk umræða síðasta áratuginn en kvótakerfið og kosti þess og einkum galla. Helst verður því jafnað við heita pólitíska umræðu um veru varnarliðsins á Íslandi á 6. og 7. áratugnum.

Sjávarútvegsráðherra hefur gagnrýnt lögreglu fyrir linkind við rannsókn brota á lögum um fiskveiðar. En Fiskistofa hefur loks tekið ákvörðun um að hafa eftirlitsmenn um borð í Báru ÍS og Bjarma BA á kostnað útgerðarinnar, sem mun verða að greiða laun þeirra auk annars kostnaðar. Það verður þeim sjálfsagt nægilega þungbært. Eftir stendur þó að taka verður á meintum lögbrotum. Þeir eru bornir sökum, skipstjórarnir á Báru ÍS og Bjarma BA, og eiga rétt á því að mál þeirra verði rannsökuð og hið sanna komi í ljós. Hver raunveruleg sekt þeirra er mun væntanlega skýrast við rannsókn málsins.

Síðast en ekki síst á almenningur, kjósendur á Íslandi, rétt á því að fá upplýst með óyggjandi hætti hvort það sé staðreynd, að sumir skipstjórar leyfi sér þessa umgengni um auðlindina, fiskimiðin. Við það verður ekki unað að skipstjórar skipanna sem hér hafa verið nefnd verði tvísaga í fjölmiðlum og segi fyrst að svona séu staðreyndir og dragi síðar í land og lýsi því yfir að um sýndarmennsku sé að ræða.

Með því er orðið til tvenns konar brottkast. Í fyrsta lagi hið umdeilda brottkast fisks úr afla skipanna á Íslandsmiðum. Í öðru lagi má segja, ef satt reynist um sýndarmennsku, að skipstjórarnir hafi kastað brott fréttamönnunum, sem hafi þá í raun látið nota sig til vondra verka. Fjölmiðlungar sem taka þátt í tilbúningi frétta hafa ekki verið hátt skrifaðir. Þeim er í raun kastað brott. Allir hafa hag af því að hið sanna komi í ljós.


bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli