Frétt

Sigurjón Þórðarson | 09.01.2006 | 14:59Ráðherra kveinkar sér

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Sturla Böðvarsson virðist haldinn þeirri ranghugmynd að ég sé í liði með honum við að koma vissum landshlutum, s.s. Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi, úr byggð. Honum ætti smám saman að fara að skiljast að ég er pólitískur andstæðingur hans vegna þess að við erum á öndverðum meiði í skoðunum, m.a. og ekki síst í byggðamálum. Sturla Böðvarsson ritar grein á vefinn bb.is þar sem hann kveinkar sér sáran undan viðbrögðum undirritaðs og annarra þingmanna stjórnarandstöðunnar við þeirri skerðingu sem Íslandspóstur boðaði á þjónustu við Ísafjarðardjúp.

Á grein samgönguráðherra er að skilja að hann telji ekki við hæfi að þingmenn bregðist harkalega við þegar ríkisfyrirtæki sem hann ber ábyrgð á boði skerðingu þjónustu við íbúa Ísafjarðardjúps.

Helstu rök Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra voru að ekki bæri að vera með þvílíka gagnrýni á sjálflum jólunum heldur ætti að bíða eftir einhverjum fyrirspurnatíma á Alþingi. Það má spyrja ráðherra á móti hvort það hafi verið við hæfi að nota einmitt jól og áramót til þess að boða skerðingar á þjónustu við íbúa við Djúp?

Það er vert að hafa í huga að breytingin á póstþjónustunni var boðuð á svipuðum tíma og umdeildur kjaradómur féll um laun æðstu embættismannna. Að öllum líkindum hefur þessi tímasetning einmitt verið valin til þess að að komast hjá gagnrýni, þ.e. ríkisforstjóri Íslandspóst Ingimundur Sigurpálsson og ráðherra skákuðu í því skjólinu að þingmenn og aðrir væru of uppteknir við hátíðarhöld á meðan það væri verið að taka þjónustuna af fólkinu.

Ráðherra fer með rangt mál

Það er grafalvarlegt þegar ráðherrar verða uppvísir að beinum rangfærslum en samgönguráðherra gerir sig sekan um að fara með rangt mál í umræddri grein þegar hann heldur því fram að þingmenn hafi ekki leitað eftir upplýsingum hjá ráðherra. Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka rituðu ráðherra bréf þar sem óskað var eftir fundi og að farið yrði yfir málið. Ekki ber á öðru en að ráðherra hafi borist erindið þar sem að hann svaraði því sjálfur og hafnaði erindinu um að halda fund.

Einfaldara Ísland verður flókið í Súðavík

Það verður að viðurkennast að þessi harða andstaða íbúa Ísafjarðardjúps við skerðingu á þjónustu póstsins sem við þingmenn stjórnarandstöðunnar höfum tekið undir hefur fengið nokkra athygli í fjölmiðlum.

Andstaðan leiddi til þess að ráðherra fékkst með semingi til að gera drög að samningi við Súðavíkurhrepp um að falla að hluta frá þeirri skerðingu á þjónustu sem boðuð var. Í viðtölum mínum við nokkra íbúa hefur komið fram að ýmsir telja að um skerðingu á þjónustu verði að ræða þrátt fyrir að samkomulagið hafi vissulega tekið kúf af boðaðri skerðingu.

Á fréttum af þessum drögum af samkomulagi má ætla að um eina allsherjar hringavitleysu sé að ræða. Það felur í sér að Súðavíkurhreppur lætur Íslandspóst fá 2,5 milljónir sem er sú upphæð sem ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hefði sparað við að fara í boðaða skerðingu en síðan ætlar ríkið að rétta Súðavíkurhreppi aftur 2,5 milljónir fyrir að fara ekki í boðaðar sparnaðaraðgerðir. Þetta er auðvitað mjög sérkennileg rástöfun á sama tíma og ríkisstjórnin boðar að einfalda stjórnsýslu og gera hana markvissari!

Ég vil koma ráðherra frá völdum sem fyrst

Ráðherra veit nákvæmlega að þær breytingar sem hann hefur beitt sér fyrir og gerðar hafa verið á undanförnum árum, t.d. niðurlagningar á sérstökum pósthúsum, hafa leitt til samdráttar á opinberri þjónustu á landsbyggðinni á meðan opinber þjónusta hefur þanist út annars staðar.

Allar líkur eru á því að ráðherra viti upp á sig skömmina. Eftir því sem nær dregur hans heimabæ Stykkishólmi fjölgar skyndilega pósthúsum eftir gamla laginu. Í grein ráðherra kemur fram sá misskilningur Sturlu Böðvarssonar að ég sé einhver samstarfsmaður hans um að framfylgja byggðaeyðingarstefnu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem kristallaðist m.a. í þessu máli Djúpmanna.

Ekki veit ég hvaðan þeirri hugmynd hefur lostið niður í koll ráðherra að hann geti átt eitthvert samstarf við Frjálslynda flokkinn um aðför að byggðunum. Sú stefna hefur m.a. lýst sér í hækkuðu rafmagnsverði, sjávarútvegsstefnu og því að svipta strandjarðir m.a. í Djúpinu útræðisrétti sínum. Ég er hins vegar viss um að hann á nokkuð vísan stuðning félaga sinna í ríkisstjórnarflokkunum, þ.e. Einars Odds Kristjánssonar, Einars K. Guðfinnssonar og Kristins H. Gunnarssonar.

Ég vonast til þess að þetta greinarkorn verði til þess að ráðherra fari ekki lengur í grafgötur með að ég er pólitískur andstæðingur hans sem vill koma honum frá völdum sem allra fyrst. Ráðherra ætti ekki að taka því persónulega heldur er það vegna verka ráðherra og samstarfsmanna hans í ríkisstjórninni gegn byggðum landsins.

Sigurjón Þórðarsonsigurjon.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli