Frétt

| 21.11.2001 | 07:57Þingað um bætta umgengni við fiskistofnana

Frá kynningarfundi um ráðstefnuna í gær: Eiríkur Finnur Greipsson, aðstoðarsparisjóðsstjóri, Guðmundur Halldórsson, trillukarl og frumkvöðull ráðstefnunnar, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ.
Frá kynningarfundi um ráðstefnuna í gær: Eiríkur Finnur Greipsson, aðstoðarsparisjóðsstjóri, Guðmundur Halldórsson, trillukarl og frumkvöðull ráðstefnunnar, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ.
„Ráðstefnunni er ætlað að skapa umræðu sem leitt geti til betri umgengni við fiskistofnana við Ísland. Frummælendur hafa verið valdir þannig að hér megi fá málefnalega umræðu um árangurinn af núverandi fiskveiðistjórnarkerfi okkar Íslendinga og jafnframt um þá leið sem frændur okkar í Færeyjum hafa fetað“, segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, einn af þeim sem standa að ráðstefnu um bætta umgengni við fiskistofna við Ísland, sem haldin verður á Ísafirði á sunnudag og verður öllum opin. Frumkvöðull að þessari ráðstefnu er Guðmundur Halldórsson, trillukarl í Bolungarvík, en að henni stendur á fjórða tug fyrirtækja, stofnana og samtaka, þar á meðal bæjarfélög og verkalýðsfélög.
Meðal frummælenda verða Auðunn Konráðsson, formaður Meginfélags útróðramanna í Færeyjum, Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, Magnús Þór Hafsteinsson, fiskifræðingur og fréttamaður, Olaf Olsen, togaraútgerðarmaður í Færeyjum, og Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

Ráðstefnunni er ætlað að leggja lóð á vogarskálarnar í leitinni að þolanlegum sáttum um stjórn fiskveiða við Ísland. Þarna verða leiddir saman fulltrúar og talsmenn gerólíkra stjórnkerfa fiskveiða. Forsvarsmenn ráðstefnunnar leggja á það mikla áherslu, að markmið hennar sé alls ekki að draga taum eins kerfis gegn öðru. „Við erum ekki að segja að eitt kerfi sé betra en annað, heldur viljum við fá fram á einum stað ólík sjónarmið, fá fram upplýsingar og koma af stað upplýstri umræðu“, segir Halldór Halldórsson, sem jafnframt verður ráðstefnustjóri. „Öll kerfi hafa sína kosti og galla. Yið viljum að yfirskrift ráðstefnunnar sé hlutleysi, við viljum sem víðtækasta þátttöku og við viljum að allir geti komið þar með sínar skoðanir.“

Varðandi framsögu Jóns Kristjánssonar fiskifræðings er þess að geta, að færeyska landstjórnin fékk hann til að gera úttekt á fiskistofnunum við Færeyjar og mun hann greina frá ástandi þeirra. Óli Olsen gerir út átta togara í Færeyjum og má nefna, að hann talar íslensku. Það gerir einnig Auðunn Konráðsson, formaður samtaka færeyska strandveiðiflotans undir 75 lestum, enda er hann Íslendingur.

Fjölmörgum hefur verið boðið að sitja ráðstefnuna, bæði einstaklingum og fulltrúum stofnana og samtaka. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra verður bundinn annars staðar en vildi mjög gjarna koma og leitaði eftir því að tímasetningu ráðstefnunnar yrði breytt þess vegna. Það taldist ekki unnt og sendir ráðherrann því aðstoðarmann sinn fyrir sína hönd. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, verður erlendis og kemst því ekki sjálfur.

Fyrirtæki og stofnanir sem standa að ráðstefnunni og styrkja hana eru:

3X-Stál
Alþýðusamband Vestfjarða
Ágúst og Flosi
Bakkavík
Bolungarvíkurkaupstaður
Elding, félag smábátasjómanna
Fiskimjölsverksmiðjan Gná
Fiskmarkaður Suðurnesja
Fiskverkunin Vík
Fiskvinnsla Jakobs Valgeirs
Fiskvinnslan Fjölnir
Fiskvinnslan Hnífar
Fiskvinnslan Íslandssaga
Fiskvinnslan Kambur
Ísafjarðarbær
Ísfang
Íslandsbanki, Ísafirði
Landsbanki Íslands, Ísafirði
Landssamband smábátaeigenda
Löggiltir endurskoðendur Vestfjörðum
Miðfell
Norðurljós
Orkubú Vestfjarða
Ós
Póls
Sjómannafélag Ísfirðinga
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan
Sparisjóður Bolungarvíkur
Sparisjóður Vestfirðinga
Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur
Vélvirkinn
Vélsmiðja Ísafjarðar
Vélsmiðjan Mjölnir
Vélsmiðjan Þristur
Vélsmiðjan Þrymur

Ráðstefnan verður haldin í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á sunnudaginn, 25. nóvember, og hefst kl. 13.

BB 05.11.2001
» Fjölmargir hafa þegar samþykkt þátttöku

BB 31.10.2001
» Víðtæk ráðstefna um bætta umgengni við fiskistofna við Ísland í undirbúningi

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli