Frétt

Stakkur 1. tbl. 2006 | 04.01.2006 | 09:45Spennandi ár framundan

Framundan er skemmtilegt og spennandi ár, þótt enginn viti nú hvað árið 2006 færir okkur öllum, Íslendingum og jarðarbúum. Vandi er að spá, einkum um framtíðina. Sumt blasir við. Kosningar til sveitarstjórna verða spennandi og þó. Í Reykjavík eru línur skýrar. Mikið þarf til að breyta því að saga Reykjavíkurlistans sé öll. Áhrifin fjara út hægt og bítandi. Á Vestfjörðum verður meiri spenna. Stjórnmálaflokkar fara að spennast upp. Alþingiskosingar verða ári síðar. Nú leggjast spekingar í miklar vangaveltur um líklegar niðurstöður. En við kjósendur ráðum þó, ekki satt? Enginn veit hvort eða hvernig náttúra Íslands leikur við íbúa sína á komandi ári.

Fróðlegt verður að sjá hver framvinda efnahagslífs verður. Líklegt má telja að fáar stórar byltur verði ef nokkrar. Hinu má ekki gleyma að Íslandssagan kennir okkur að sé djarft telft megi búast við að tekin áhætta verði raunveruleg. Sókn íslenskra fjárfesta til útlanda stöðvast ekki í bráð. Líkur eru á að enn frekari tengsl verði með þeim og Forseta Íslands. Mörgum líkar illa en öðrum betur. Flestum er sama. Umtal fylgir embættinu.

Kjaradómur verður umtalaður fyrir að fara að lögum. Alþingi breytir þeim vart. Tvískinningur samfélagsins á sér of djúpar rætur. Skoðun Einars Odds á ekki fylgi til breytinga. Eftirtekt vekur að lítið bar og ber á umræðu um að breyta lögum og afnema Kjaradóm. Enginn vill bera þann kross að ákvarða alþingismönnum og ráðherrum laun. Ekkert heyrist nú um að þeir eigi að vera vel launaðir svo menntað fólk með reynslu fáist til að sitja á þingi.

Eitt sinn hefði þjóðin fundið til þess að rækja veiddist ekki við strendur landsins. Nú beinast allra augu að álverum og stóriðju hvers konar. Halda verður uppi háum lífsstíl Íslendinga. Fleira þarf að koma til. Alvöru ferðaþjónusta má ekki stjórnast af helgidögum þjóðkirkjunnar. Ferðamenn hljóta að vera velkomnir um jól. Ráði kirkjan matartímum á hótelum verður að láta aumingja fólkið vita að það þurfi að haga sér eins og Íslendingar í útlöndum og taka með sér mat til jólaveislunnar. Sé fagmennska takmark ferðaþjónustu verður þessi blettur að hverfa.

Skráðir íbúar á Íslandi eru nærri þrjúhundruð þúsund. Vaxandi hluti á sér annan menningarsjóð en hinn íslenska. Taka þarf mið af því, en íslensk menning á ekki að víkja. Hér býr þjóð við ólíkar aðstæður frá einu héraði til annars. Ísafjarðardjúp kvartar undan minnkandi þjónustu Íslandspósts. Misskilningur er á ferð. Hjálpsemi Gunnars Péturssonar er langt umfram skyldu. Ef rækja á frekari þjónustu en að dreifa pósti ættu þingmenn að hafa til þess vit og kjark að segja svo og ætla til þess fé á fjárlögum. Gleðilegt nýtt ár.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli