Frétt

bb.is | 03.01.2006 | 16:18Olíufélögin óska eftir stækkun á lóð við Suðurgötu

Olíutankar olíufélaganna við Suðurgötu.
Olíutankar olíufélaganna við Suðurgötu.
Olíudreifing ehf. hefur óskað eftir því fyrir hönd Skeljungs hf. og Olíudreifingar ehf. að Ísafjarðarbær heimili þeim uppbyggingu birgðastöðvar fyrirtækjanna við Suðurgötu á Ísafirði. Í beiðninni er falin ósk um stækkun núverandi lóðar um 1.130 m², eða úr 2.190 m² í 3.320 m². Í fyrsta áfanga hyggjast félögin setja niður tvo bensíngeyma neðanjarðar, steypa botn þróar, ganga frá áfylliplani og frárennslisskilju, flytja geymir sem nú er staddur við Mjósund og loka þeirri stöð í framhaldinu. Í bréfi sem Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, skrifar bæjarráði segir meðal annars:

„Að breytingum loknum yrðu geymar stöðvarinnar málaðir og umhverfi snyrt þannig að sem minnst færi fyrir þessari starfsemi og hún gæti verið eigendum sínum og bænum til sóma.“ Í öðrum áfanga fælist þá að nýir geymar yrðu byggðir og þró yrði stækkuð sem því nemur, í bréfinu segir að ráðast eigi í þær framkvæmdir „þegar markaðurinn [kallar] á fleiri tegundir eldsneytis“. Þá hafa félögin hug á að koma fyrir afgirtu bílastæði og starfsmannaðstöðu á lóðinni við Suðurgötu.

Þá kemur fram að gangi bæjaryfirvöld að beiðni félaganna muni þau lýsa því yfir að núverandi lóðaleigusamningur sem gerður var 1950 til 99 ára komi til endurskoðunar, líkt og Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur gert kröfu um, og felld verði út grein um að bænum sé skylt að kaupa upp eignir olíufélaganna vilji bærinn ekki framlengja lóðaleigusamninginn að loknum leigutíma.

Halldór Halldórsson bæjarstjóri lagði fram tillögu til samþykktar á beiðni félaganna með fimm skilyrðum:

„1. Gerður verði nýr lóðarleigusamningur sem nái til þeirrar lóðar sem olíufélögin hafa og viðbótarlóðar sem samningur er runninn út á. Samningurinn verði ekki til lengri tíma en núverandi samningur, þ.e. til 45 ára.

2. Ákvæði verði í nýjum lóðarleigusamningi að þrátt fyrir ákvæði skipulags- og byggingarlaga um uppkaup eigna eftir að lóðaleigusamningur rennur út, muni það ekki eiga við í tilfelli lóðar við Suðurgötu.

3. Olíufélögin uppfylli öll skilyrði laga og reglugerða um olíubirgðastöð og frágangur verði þannig að sem minnst fari fyrir stöðinni í umhverfinu. Sökum þéttrar byggðar á Ísafirði er krafa um frágang og umgengni mjög ströng.

4. Olíufélögin láti vinna hættumat vegna staðsetningarinnar við Suðurgötu og samanburðarmat við aðra staði sem nefndir hafa verið sem valkostir á eyrinni. Tekið verði tillit til löndunar á olíu og bensíns í því hættumati þar sem metið sé hvort meiri hætta sé af löndun olíu og bensíns innan eyrarinnar en í Sundahöfn.

5. Eftir að mannvirki hafa verið fjarlægð við Mjósund gangi olíufélögin frá svæðinu þannig að til fyrirmyndar sé og tryggi með mælingum að ekki sé mengun í jarðvegi. Mælist mengun geri olíufélögin ráðstafanir til að ráða bót á því.“

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs, lagði til að tillögu bæjarstjóra yrði vísað til bæjarstjórnar til samþykktar. Tillaga Birnu var samþykkt 2-1 og lét Lárus G. Valdimarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, bóka mótatkvæði sitt í fundargerð bæjarráðs.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli