Frétt

| 19.11.2001 | 09:30Vísnavinir stofna Kvæðamannafélagið Kyrju

Kvæðakonurnar Ólína Þorvarðardóttir og Ása Ketilsdóttir.
Kvæðakonurnar Ólína Þorvarðardóttir og Ása Ketilsdóttir.
Kvæðamannafélagið KYRJA var stofnað á fjölmennri kvæða- og vísnasamkomu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á föstudagskvöld. Rúmlega 50 manns sóttu samkomuna og þar af skráðu 40 sig sem stofnfélaga. Bergur Torfason frá Felli í Dýrafirði var kosinn formaður en aðrir í stjórn eru Ólína Þorvarðardóttir skólameistari á Ísafirði, Valdimar Gíslason á Mýrum í Dýrafirði, Páll Gunnar Loftsson á Ísafirði og Kristín Auður Elíasdóttir á Þingeyri. Kvæðamenn af báðum kynjum kváðu þulur, barnagælur og fjölbreytilegar stemmur og félagar í Kvæðamannafélaginu Iðunni í Reykjavík tóku gesti í kennslustund í kvæðalögum. Að minnsta kosti tólf hagyrðingar víðs vegar úr Ísafjarðarsýslum lögðu félaginu til vísur og kveðlinga á þessum fyrsta fundi og þykir það lofa góðu um framhald félagsins.
Kvæðaskemmtunin var haldin að frumkvæði Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar og áhugamanna í héraðinu um kveðskap og vísnagerð. Finnur Magnússon setti skemmtunina og Halla Sigurðardóttir sá um fundarstjórn en Margrét Gunnarsdóttir var ritari. Ólína Þorvarðardóttir kynnti tillögu um stofnun Kvæðamannafélagsins Kyrju og sagði nokkuð frá störfum hins 72ja ára kvæðamannafélags í Reykjavík sem ber nafn skáldskapargyðjunnar Iðunnar. Var svo félagsstofnunin samþykkt einum rómi og kosin stjórn.

Kát við ornum okkur hér,
aldrei þornar gaman.
Kvæðin fornu kyrjum vér
kvölds og morgna saman –

orti Ólína Þorvarðardóttir um tilefni kvöldsins. Ekki leið á löngu áður en félaginu tóku að berast kveðjur í bundu máli, þar á meðal frá einum þekktasta hagyrðingi fjórðungsins, Elísi Kjaran:

Hér skal litla bögu byrja
bara stuðla nokkur orð,
félagsskapur kallast Kyrja
kvæðamanna hér á storð.

Tók þá við hin eiginlega kvæðaskemmtun. Fyrst steig fram Ása Ketilsdóttir húsfreyja á Laugalandi í Nauteyrarhreppi hinum forna, en hún er fædd og uppalin á Ytra-Fjalli í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu. Flutti hún ýmsar þulur, svo sem nafnaþulu, smalaþulu, sem hún lærði sem barn en einnig barnagælur eða stökur, bæði gamla húsganga og vísur úr hennar eigin fjölskyldu. Ólína Þorvarðardóttir spann áfram sama þráð og fór með talnaþulu og fuglaþulu úr sinni fjölskyldu og kvað síðan eigin vísur og annarra við nokkur vel valin kvæðalög. Var þá komið að þætti Iðunnarfélaga. Mættir voru kvæðamennirnir Steindór Andersen formaður Iðunnar og Sigurður Sigurðarson dýralæknir og forystusauður í starfi Iðunnar, auk Magneu Halldórsdóttur, margreyndar kvæðakonu. Fluttu þau margar stemmur, bæði einsöngs- og tvísöngslög, og kenndu salargestum nokkrar stemmur að auki. Skutu þeir félagar Steindór og Sigurður inn ýmsum athugasemdum og sögum milli kvæðalaga, svo sem hæfir sönnum kvæða- og sagnamönnum. Varð af þessu hin mesta skemmtun.

Að lokum var vísnaafli kvöldsins gerður upp og lesinn. Var það mál manna að vel hefði aflast þetta fyrsta kvöld og ekkert brottkast stundað þar. Lögðu að minnsta kosti 12 hagyrðingar sporða í safnið og voru þar á meðal þessar vísur:

Upp skal siði aldna vekja
yrkja bragi og kveða stöku,
gamla þulu og rímu rekja
rekka láta halda vöku.
(Bergur Torfason)

Blikar ljós á borðunum,
brennur ljóð á tungu.
Allir leita að orðunum
undir fargi þungu.
(Kristjana S. Vagnsdóttir)

Kvæðalögin konurnar
kátar syngja, ófeimnar.
Hljóma um rjáfur raddirnar,
rekkar kyrja stemmurnar.
(Elís Kjaran)

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli