Frétt

| 18.11.2001 | 12:44Fall talibana

Frá Afganistan berast nú þær fréttir að hersveitir talibana séu á stjórnlausum flótta undan hersveitum Norðurbandalagsins. Atburðarásin hefur verið ótrúlega hröð. Norðurbandalagið ræður nú lögum og lofum í öllu landinu, ef frá er talið lítið landsvæði umhverfis borgin Kandahar, höfuðvígi talibana.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að hið snögga fall stjórnar talibana í Afganistan hefur komið heimsbyggðinni mjög á óvart. Fyrirfram voru nær allir sérfræðingar á sviði hernaðar sammála um að stríðið í Afganistan yrði langt og mannfallið mikið. Sagan gefur ekki annað til kynna. Afganar eru þekktir fyrir að vera grimmir stríðsmenn. Sannaðist þetta eftirminnilega þegar herir Sovétríkjanna sálugu biðu fullkominn ósigur í baráttunni við afganska skæruliða á árunum 1979-1989.

Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga er hið algjöra hrun stjórnar talibana í Afganistan óneitanlega merkilegt. Greinilegt er á öllu að vestrænir sérfræðingar á sviði hermála hafa ofmetið styrk stjórnar talibana og um leið vanmetið áhrif loftárása Bandamanna. Á hinn bóginn ber einnig að varast að ofmeta áhrif loftárásanna. Ýmislegt bendir til þess að mikillar stríðsþreytu sé farið að gæta meðal Afgana. Og skildi engan undra eftir nær 22 ára óslitinn ófrið.

Hið skjóta fall stjórnar talibana í Afganistan hefur bæði sína jákvæðu og sína neikvæðu hlið. Jákvæða hliðin er tvímælalaust sú að Bandamenn fá nú loks tækifæri til að hafa hendur í hári, eða skeggi, Osama bin Laden, hryðjuverkamannsins alræmda, um leið og þeir koma einhverri óvinsælustu ríkisstjórn veraldarinnar frá völdum.Takist Bandamönnum hins vegar ekki fljótlega að mynda þjóðstjórn í Afganistan er hætt við að ávinningur hernaðaraðgerðanna verði skammvinnur og að tímabil langvarandi pólitísks óstöðugleika sé framundan í landinu. Í þessu sambandi er vert að benda á að Norðurbandalagið, sem nú fer sigurför um sveitir Afganistan, er aðeins lauslegt bandalag ólíkra þjóðarbrota, sem sameinuðust um það eitt að koma talibönum frá völdum.

Af ofansögðu má ljóst vera að lítið má út af bera ef ekki á illa að fara í Afganistan. Ráðamenn á Vesturlöndum hljóta engu að síður að varpa öndinni léttar, vitandi að langt stríð, gegn einni fátækustu þjóð veraldar, myndi hafa ófyrirsjáanlegar pólitískar afleiðingar í för með sér. Um hina föllnu stjórn talibana þarf hins vegar ekki að hafa mörg orð. Farið hefur fé betra.
SI

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli