Frétt

| 18.11.2001 | 12:37Talibanar, brottkast og Samfó

Nú getum við vonandi fagnað því að austur í Asíuríkinu Afganistan er búið að reka frá völdum eina kúgunarstjórnina sem undir formerkjum trúarskredda beitti þjóðina ofbeldi á alla kanta og sérstaklega þá sem ekki voru algerlega afdráttarlaust á sömu skoðun og valdhafarnir. Hvað tekur við í þessu volaða landi er ekki ljóst, hvort enn ein tegund harðstjórnar undir nýjum formerkjum tekur við, eða hvort fólkið getur litið bjartari framtíð, það vitum við ekki nú. Hitt er víst að nýju herrarnir fá vopnin sín úr sömu verksmiðjum og talibanarnir fengu fyrir nokkrum árum. Svona getur nú raunveruleikinn orðið snúinn.
Það er ekki ofsögum sagt af raunveruleikanum, hann er yfirleitt lyginni ótrúlegri. Þannig er það víða. Í örðu landi ráða annarskonar talíbanar. Þeir hafa sína trú og sína lífsskoðun sem þeir hafa þröngvað upp á meðbræður sína og þeir ráða örlögum heillar þjóðar. Þeir hafa sölsað undir sig helstu auðæfi landsins og standa kyrfilegan vörð um þennan ávinning sinn á öllum vígstöðvum. Að vísu er lítil hefð fyrir vopnaburði í þessu landi, en þess í stað er vegist á með orðum og hagsmunum, og ráða hagsmunirnir þar mestu. Sá litli hópur sem þannig hefur náð undirtökum í stjórnmálum og efnahagsmálum heillar þjóðar kann vel að beita þeim veiðarfærum sem hún hefur fengið upp í hendurnar, og launar vel þeim sem þjóna þeirra málstað. Þeir hafa að vísu ekki bannað tónlist í útvarpi, en nánast lokað fyrir málefnalega umræðu. Þeir hafa ekki skipt sér af því þótt konur gangi í háskóla eða gangi fram á öðrum sviðum þjóðlífs, en ef prófessorar eða fréttamenn voga sér að gagnrýna þeirra heilaga hagsmunakerfi, þá bregðast þeir fljótt við með hótunum um atvinnumissi eða reyna að ómerkja einstaklinga á annan hátt. Samt eru enn til menn innan kerfisins sem þora að andmæla þessum öflum, og einverskonar vestsuðausturbandalag virðist vera að sækja í sig veðrið síðustu vikur. Það bandalag er hins vegar ekki stutt af utanaðkomandi öflum eins og andófsmenn í austurvegi, en þó er aldrei að vita nema það fari svo að lokum að kvótaaðallinn verði hrakinn frá kjötkötlunum með sínu föruneyti. Einog talibanarnir.

Fréttir síðustu daga um stórfellt brottkast á afla frá bæði bátum og togurum hefur höggvið skarð í málflutning kvótasinna. Þeir hafa að vísu vaðið fram með lögreglu og dómstóla, hótað öllu illu og fordæmt bæði hátt og í hljóði þau lögbrot sem þarna eru staðfest, en allir hafa vitað um í mörg ár, og þó helst þeir sem höndla kvótann og fiskinn, kvótagreifarnir sjálfir. Nú koma þeir eins og af fjöllum og skilja ekkert í þessum einlæga brotavilja, sem allt í einu hefur brotist út hjá sjómönnum þessa lands. En kerfið!!!, nei, nei, það á enga sök hér á, alls enga, og þar með er það útrætt mál. Og nú kemur sá snjalli ráðherra kvótamálanna og leggur fram frumvarp um að ekki megi henda ónýtum fiski!!! Það var þá ráðið til að leiðrétta allt svínaríið. Þegar það er ljóst að kvótakerfið, eins margslungið og mergsogið eins og það er orðið, er undirrót vandans, forðast menn eins og heitan eldinn að horfast í augu við hann, og einbeita sér að enn einni smáskammtalækningunni. Aðferð sem er á leiðinni með að drepa sjúklinginn. Því með hverri breytingu á fiskveiðilöggjöfinni sem reynir að viðhalda kvótakerfinu, færast markmiðin um verndun fiskistofnanna og hagkvæmni útgerðarinnar lengra burt. Það er nú raunveruleikinn eftir allt. En ekki fara hátt með það, það gæti frést.

Hvernig getum við komið Samfylkingunni inn í þennan pistil? Það er nú ekki hægt annað, landsfundur rétt að byrja og svona. Þá fær fylkingin tækifæri til að ná eyrum og athygli fólks, og það er mikilvægt að hún nýti það. Samfylkingin er flokkur jafnaðarmanna á Íslandi, og þess vegna er eðlilegt að við gerum til hennar kröfur. Hún er hins vegar svo ung, að við höfum ekki enn myndað sterk tilfinningabönd til hennar,einsog margir hafa til gömlu flokkanna (og slíkar tilfinningar eru greinilega mjög rótgrónar, samanber flokksþing sjallans um daginn og ámátlegar raddir um að endurreisa hægrikrataflokkinn sem eitt sinn var hér). Slík tilfinning kemur ekki fyrr en stuðningsmenn flokksins fá þá tilfinningu að flokkurinn hafi staðið sig vel í einhverju máli (það er þetta sjálfsöryggi sem vinstrigrænir hafa alltof mikið af). Og nú er spurningin, hefur Samfylkingin ekki staðið sig? Svarið er: Ekki nógu vel. Hún hefur hinsvegar staðið sig vel í velferðarmálum. Hún hefur meiraðsegja brotið ríkisstjórnina á bak aftur í þeim málum, svo hún þorir sig vart að hreyfa. En að standa vörn um velferðarkerfið, er ekki nóg. Ef ekki fylgir með að berjast fyrir meira réttlæti í þjóðfélaginu, berjast fyrir réttindum þeirra sem hafa minnst og berjast fyrir því að allir njóti sömu tækifæra. Ef við

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli