Frétt

Leiðari 52. tbl. 2005 | 30.12.2005 | 11:36Staldrað við

Vart verður sagt að árið sem nú kveður hafi verið eftirbátur annarra ára hvað argaþras um menn og málefni varðar. Á toppnum trónar sápuóperan um Baugsmálið, sem enginn sér fyrir endann á; málið sem fyllti síður Reykjavíkurblaðanna með fyrirtektum og frávísunum dómstóla og úrskurðum um vanhæfni og ekki vanhæfni dómara og ráðherra. Undir þessu, að ógleymdu olíumálinu, sat almúginn með harða svipu löggjafans yfir höfði sér örli á minnstu hirðusemi eða hliðarsporum þar á bæ. Á árinu urðu landsmenn vitni að áhrifamesta einleik stjórnmálasögunnar: einkaframtaks ráðherra nokkurs sem ákvað að stíga upp úr hinum pólitíska stóli og setjast í bankastjórastól.

,,Báknið“ dafnaði sem aldrei fyrr. Í Reykjavík spruttu tvær til þrjár nýjar greinar á ríkistrénu fyrir hverja eina sem höggvin var af á landsbyggðinni. Mestur vöxtur var í sendiherragreininni, sem endalaust getur blómum á sig bætt. Líkt og fyrri ár var landsbyggðin minnt á að leysa þyrfti umferðaröngþveitið í höfuðborginni. Lausnin væri að hætta innanlandsflugi til höfuðborgarinnar og hola því niður sem atvinnubótavinnu á Suðurnesjum. Seint segist þeim er aldrei segist.

Ísafjarðarbær er einn af útvöldum byggðakjörnum stjórnvalda á landsbyggðinni. Í þá veru þykir mörgum hægt hafa þokast þótt ekki vanti undirskriftirnar á pergamentin. Stofnun Háskólaseturs Vestfjarða markaði upphaf nýrrar sóknar og vonandi fylgir alþjóðleg rannsóknarstofnun á sviði jarðkerfisfræða, sem fræðimenn virðast vera sammála um að sé best komin á Ísafirði í kjölfarið. Í þessu máli verða heimamenn að standa þétt saman og hvika hvergi. Gefum heldur ekki frá okkur möguleikana sem felast í staðsetningu umskipunarhafnar á Vestfjörðum komi til NA-siglingaleiðarinnar. Því skal ekki neitað að Vestfirðingar væntu betri viðbragða ráðamanna í þessu máli, sem gæti orðið ígildi stóriðju fyrir Vestfirði.

Fyrri tíma Íslendingar skrifuðu bænaskjal til hans hátignar kóngsins í Kaupmannahöfn. Bolvíkingar hafa engan kóng til að skrifa. Yfirvaldið stendur þeim nú nær en áður. Bænaskjal um að lífi og limum íbúa Bolungarvíkur verði þyrmt í framtíðinni með því að vegurinn um Óshlíð verði lagður af ætti að öllu eðlilegu að geta náð sjónum stjórnvalda. Slysasaga Óshlíðarinnar og hvernig við höfum undanfarna daga verið minnt á hætturnar sem þar leynast við hvert fótmál eru næg rök fyrir varanlegri lausn málsins. Við þurfum ekki fleiri mannskaða á Óshlíðinni til að horfast í augu við veruleikann.

Að lokum: Verum þakklát fyrir allt það góða, sem vel hefur verið gert og við öðlast á árinu. Bæjarins besta þakkar lesendum sínum og öðrum viðskiptavinum og velunnurum fyrir samfylgdina og óskar þeim velfarnaðar á nýju ári.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli