Frétt

mbl.is | 29.12.2005 | 13:18Meistarinn og Margaríta heldur rússneskum áhorfendum föngnum

Þegar aðrar þjóðir heims fagna fæðingu frelsarans eru Rússar uppteknari af djöflinum. Síðustu tvær vikur hefur rússneska þjóðin setið límd við skjáinn og horft á fyrsta hluta þáttaraðar sem byggir á bók Mikhail Búlgakovs um Meistarann og Margarítu. Áhorfskannanir benda til þess að yfir 55% þjóðarinnar, átján ára og eldri, horfðu á fyrsta þáttinn sem sýndur var 19. desember. Mikið var lagt í auglýsingaherferð út af þáttaröðinni og blöstu auglýsingaskilti hvar sem fólk var á ferð.

Mikhaíl Búlgakov fæddist í Kíef í Úkraínu árið 1891 og starfaði um skamma hríð sem sveitalæknir áður en hann var kvaddur í herinn. Að herskyldu lokinni sneri Búlgakov sér hins vegar alfarið að skrifum og árið 1924 kom fyrsta skáldsaga hans, Hvíta varðliðið, út en í henni byggði hann að miklu leyti á eigin reynslu úr borgarastríðinu. Tveimur árum síðar notaði hann skáldsöguna sem grunn að leikritinu Dögum Túrbínfjölskyldunnar. Í kjölfarið fylgdu verk á borð við Örlagaeggin, Hundshjarta og smásagan Morfín, sem gefin var út 1927 og var síðasta verk Búlgakovs sem gefið var út meðan hann lifði. Verk Búlgakovs féllu nefnilega í grýttan jarðveg hjá gagnrýnendum sem sökuðu hann um fjandskap við sovéskt samfélag, enda var hann jafnan óvæginn í gagnrýni sinni og stakk á kýlum þjóðfélagsins eins og þau komu honum fyrir sjónir. Árið 1929 var búið að banna öll leikrit hans og bækur hans fengust ekki lengur prentaðar.

Talið er að Búlgakov hafi byrjað að skrifa Meistarann og Margarítu árið 1928 og unnið að henni nánast fram á dauðadag árið 1940. Þegar Búlgakov lést, á miðjum Stalínstímanum, var lítil sem engin von til þess að skáldsagan kæmist nokkru sinni á prent. En nær fjörutíu árum eftir dauða hans kom sagan loks fyrir sjónir almennings þegar hún var birt í mánaðartímaritinu Moskvu á árunum 1966 og 1967, þá stranglega ritskoðuð. Það var síðan ekki fyrr en 1973 sem Meistarinn og Margaríta kom út í fullri lengd eins og höfundur hafði skilið við handritið.

Atburðarásin í Meistaranum og Margarítu er nokkuð flókin, en hefst á því að skrattinn, eða prófessor Woland eins og hann nefnir sig, kemur til Moskvu ásamt fylgdarliði sínu og setur allt á annan endann með því m.a. að fletta ofan af mútuþegum, rógberum og forréttindahyski. Flestir þeirra sem lenda í klóm Wolands ýmist hverfa, láta lífið eða verða geðveikir. Einn þeirra sem lenda á geðveikrahæli er Ívan Nikolajevits sem á hælinu kynnist Meistaranum er skrifaði sögu um Pontíus Pílatus sem ekki var yfirvöldum þóknanleg. En skáldsaga Meistarans er í leikritinu sögð samsíða sögunni af veru Wolands og púka hans í Moskvu. Ástkona Meistarans, Margaríta, er frávita af söknuði og Woland býðst til að sameina parið á ný ef hún gerist norn og taki að sér gestgjafahlutverkið í veislu hjá sér.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli