Frétt

mbl.is | 29.12.2005 | 08:10Guðlaugur Íþróttamaður Akureyrar

Guðlaugur Már Halldórsson akstursíþróttamaður var útnefndur Íþróttamaður Akureyrar 2005 en kjörinu var lýst í hófi í Íþróttahöllinni í gær. Jónatan Magnússon, handknattleiksmaður í KA, hafnaði í öðru sæti, Audrey Freyja Clark, listskautakona í SA, hafnaði í þriðja sæti, Bergþór Jónsson, siglingakappi í Nökkva, í fjórða sæti og Baldvin Ari Guðlaugsson, hestamaður í Létti, í því fimmta.

Guðlaugur Már var tilnefndur af Bílaklúbbi Akureyrar í kjörinu en hann hefur verið að gera mjög góða hluti á árinu á bíl sínum bæði hér heima og erlendis. Bíllinn sem hann notar er Subaru Impreza árgerð 2003, beinskiptur götubíll, vélin er 2,0 lítra og skilar 800 hestöflum með nítró. Guðlaugur Már er Íslandsmethafi í kvartmílu í RS flokki og götuspyrnu í flokki 4x4. Þá hefur hann sett mörg Íslandsmet á undanförnum árum. Guðlaugur tók þátt í þremur keppnum í Bretlandi og var m.a. fyrstur í heiminum að fara kvartmílu undir 10 sekúndum á beinskiptri Imprezu. Hann setti heimsmet á bíl sínum í keppni á Englandi, bætti metið á sömu braut og tvíbætti það á annarri braut á Englandi síðar.

Að þessu sinni var íþróttamaður Akureyrar valinn samkvæmt nýrri reglugerð Íþróttabandalags Akureyrar. Þar segir m.a. að hvert aðildarfélag innan ÍBA skuli tilnefna sinn fulltrúa í kjörið, sem er um leið íþróttamaður ársins hjá sínu félagi. Skila þarf tilnefningum fyrir miðjan desember ár hvert. Athygli vakti að aðeins 8 af 17 aðildarfélögum ÍBA sendu inn tilnefningar í ár. Fram kom í máli Sigfúsar Helgasonar, varaformanns ÍBA, að tímamörkin hefðu verið í knappara lagi en hann vonast til að öll aðildarfélögin 17 skili inn tilnefningum á næsta ári.

Í máli Björns Snæbjörnssonar, formanns íþrótta- og tómstundaráðs, kom fram að það væri stefna bæjarstjórnar að gera öllum íbúum sem auðveldast fyrir að stunda íþróttir og að ekki gætu mörg bæjarfélög státað af jafn góðri aðstöðu og í boði er á Akureyri. Björn sagði að tæplega 3.300 unglingar 15 ára og yngri æfðu íþróttir hjá félögum innan ÍBA. "Það er stór hópur í tæplega 17.000 manna bæ." Björn sagði að hinn mikli fjöldi iðkenda íþrótta og hið mikla ungmennastarf íþróttahreyfingarinnar skilaði heilbrigðari einstaklingum og að það hlyti að vera takmark allra. "En við verðum að vera á verði gagnvart þeim vágesti sem skotið hefur upp hér á Akureyri og hefur mikið verið í fréttum að undanförnu, þ.e. ólöglegu fíkniefnin. Ég skora á alla sem vettlingi geta valdið að skera upp herör gegn þessum vágesti og taka höndum saman með íþróttahreyfingunni, bæjaryfirvöldum og öðrum að kveða þetta niður."

Þrír einstaklingar fengu afhentar sérstakar viðurkenningar fyrir óeigingjarnt starf að íþrótta-, æskulýðs- og félagsmálum, þau Tryggvi Marinósson skátaforingi, Stefán Arnaldsson handknattleiksdómari og Drífa Matthíasdóttir frá UFA. Einnig fóru fram styrkveitingar til íþróttafélaga vegna landsliðsmanna og afreksfólks og veittar viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla á árinu. Þá var skrifað undir samning Afreks- og styrktarsjóðs Akureyrar við Audrey Freyju Clark, listahlaupadrottningu frá Skautafélagi Akureyrar.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli