Frétt

| 17.11.2001 | 18:35Milljarða tekjuaukning X18

Íslenska skófyrirtækið X18 hefur gert samning við Norimco, dótturfyrirtæki BATA, stærsta skóframleiðanda heims, um dreifingu og sölu á X18 skóm í Kanada og Norður-Ameríku. Samningurinn gildir til fimm ára og skuldbindur Norimco til að kaupa skó af X18 fyrir marga milljarða íslenskra króna á tímabilinu. Mbl.is greindi frá.
Samningar X18 og Norimco voru undirritaðir við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu í dag, að viðstöddum viðskiptaráðherra, Valgerði Sverrisdóttur. Við sama tækifæri voru undirritaðir sölu- og dreifingarsamningar við Bretland, Nýja Sjáland, Ungverjaland og Mið-Austurlönd. Fulltrúar BATA Company á Nýja Sjálandi, Benedetto Ltd. í Bretlandi, Healthlines Middle East Ltd. í Dubai og Brands Ltd. í Ungverjalandi rituðu undir samninga fyrir hönd fyrirtækja sinna.

BATA rekur 4700 skóverslanir og 48 skóverksmiðjur og veitir 55.000 manns atvinnu um heim allan, en fyrirtækið veltir milljörðum Bandaríkjadala árlega. Á meðal alþjóðlegra verslanakeðja BATA eru Bata city Stores, Bata Superstores og Athletes World. BATA verslanir má finna í hjarta jafn ólíkra borga og París, Mílanó, Singapore, Prag, Toronto og Nýju Delí. BATA var stofnað 1894 og er það stærsti skóframleiðandi í heimi. Höfuðstöðvar BATA eru í Toronto í Kanada en starfsemi þess byggist upp á sjálfstæðum einingum sem hver um sig einbeitir sér að því að uppfylla þarfir síns heimamarkaðar sem best. Velgengni BATA byggist upp á því að selja bæði eigin framleiðslu jafnt sem skóhönnun annarra fyrirtækja, svo sem X18, til um 100.000 dreifingaraðila og í eigin verslunum um allan heim.

Miðað við samningsbundnar lágmarkspantanir Norimco tryggir þessi samningur X18 á Íslandi miklu hærri tekjur á næstu fimm árum en nokkur fyrri samningur fyrirtækisins. Norimco skuldbindur sig til að leggja verulegar fjárhæðir í auglýsinga- og markaðskostnað vegna X18 í Bandaríkjunum og Kanada fyrsta árið og ákveðið hlutfall af heildarveltu eftir það. Með samstarfinu við Norimco verða framtíðarmöguleikar X18 í Bandaríkjunum og um allan heim, mjög vænlegir vegna gífurlegrar útbreiðslu, fjölda verslana og sterkrar stöðu Norimco og móðurfyrirtækis þess BATA á alþjóðlegum skómarkaði. Norimco, BATA North-America, hefur nú þegar, í tengslum við fyrstu stóru kynningu sína á X18 í Bandaríkjunum á skósýningunni í Las Vegas í ágúst, keypt vörur og þjónustu af íslenskum aðilum fyrir mikið fé og gert samning við bandarískt auglýsingafyritæki um markaðssetningu á X18 á Bandaríkjamarkaði.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli