Frétt

bb.is | 29.12.2005 | 07:00Elfar Logi útnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar

Elfar Logi Hannesson tók við viðurkenningunni ásamt konu sinni Marsibil Kristjánsdóttur í hófi á vegum menningarmálanefndar í gær
Elfar Logi Hannesson tók við viðurkenningunni ásamt konu sinni Marsibil Kristjánsdóttur í hófi á vegum menningarmálanefndar í gær
Leikarinn Elfar Logi Hannesson frá Bíldudal var útnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar í gær. Útnefningin fór fram við afhöfn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á vegum menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar. „Mín skoðun á þessu fyrirbæri bæjarlistamaður er sú í fyrsta lagi að framtakið er gott en finnst þó að mjólka megi dæmið betur. Mér finnst þetta einfaldlega það gott og sniðugt framtak að það eigi að nýta það út í ystu æsar bæði fyrir viðkomandi listamann og ekki síður fyrir bæjarfélagið. Með öðrum orðum flagga fyrirbærinu meira á yfirstandandi ári. Ég býð mig fram í að vera fyrsta fórnarlambið. Gef bænum hér með leyfi til að misnota mig eins og þeim lystir á komandi ári, hvort sem það er til kynningar á bænum þegar gesti ber að garði, til að skemmta ráðamönnum og fá þá til að gleyma stund og stað og samþykkja í framhaldinu það sem okkur vanhagar um hér vestra eins og t.d. jarðgöng í Dýrafirði, eða bara að halda mig til hlés til að styggja ekki gesti bæjarins. Sem sagt til þjónustu reiðubúinn“, sagði Elfar Logi í ræðu sinni er hann tók við vikurkenningunni.

Elfar Logi er langskólagenginn í leiklistinni en hann brautskráðist frá Kómedíulistarskólanum í Kaupmannahöfn árið 1997. Þá hefur hann komið víða við á þeim árum sem liðin eru. Hann kom meðal annars á stofn Kómedíuleikhúsinu á Ísafirði sem hefur einbeitt sér að vestfirskum leikverkum.

Elfar Logi hefur auk þess leikstýrt ýmsum götuleikhúsum og leikhópum. Meðal verka sem hann hefur leikið í eru Einstök uppgötvun hjá Möguleikhúsinu, raddskúlptúrinn Ævintýr eftir Magnús Pálsson, Kómedía ópus eitt og Leikur án orða eftir Samuel Beckett hjá Kómedíuleikhúsinu. Af leikstjórnarverkum Loga má nefna Hamskiptin eftir Franz Kafka og Skvaldur eftir Michael Frayn.

Þetta er í sjötta sinn sem bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar er útnefndur en áður hafa borið nafnbótina Reynir Torfason myndlistarmaður, Jón Sigurpálsson, myndlistarmaður og safnvörður, Harpa Jónsdóttir, rithöfundur og kennari, Vilberg Vilbergsson, rakari og tónlistarmaður, og Jónas Tómasson tónskáld.

thelma@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli