Frétt

Sigurjón Þórðarson | 28.12.2005 | 14:35Kaldar kveðjur frá Sturlu Böðvarssyni

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Það eru hrollkaldar staðreyndir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa reynst íbúum landsbyggðarinnar og þá sérstaklega Vestfirðingum mjög illa. Fólki hefur fækkað gífurlega og má rekja fækkunina beint til stjórnarathafna flokkanna sérstaklega í sjávarútvegsmálum. Fleira má nefna s.s. hækkun rafmagnsverðs og sá gífurlegi vöxtur sem hlaupið hefur í bákn hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, en sá vöxtur hefur nær eingöngu farið fram á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur leitt til enn meiri byggðaröskunar og þenslu sem sem hefur komið úflutningatvinnugreinunum á landsbyggðinni illa.
Þetta virðingarleysi ríkisstjórnarinnar fyrir byggðamálum birtist í stóru sem smáu. Stuttu fyrir jólin bárust þær fréttir að Íslandspóstur hyggðist skerða þá þjónustu sem íbúum Ísafjarðardjúps er veitt en Sturla Böðvarssyni 1. þingmanni Vestfirðinga, fer með eignarhald á Íslandspósti fyrir hönd almennings.

Ríkissforstjóri Íslandspóst Ingimundur Sigurpálsson tilkynnti um breytta skipan en gerði jafnframt ljóst að breytingarnar væru í samræmi við einhverjar reglur. Við þingmenn sjórnarandstöðunnar í Norðvestur kjördæminu höfum bæði leitað upplýsinga og reynt að ná fundi með hæstvirtum ráðherra Sturlu Böðvarssyni um skerðingu á póstþjónustu í Djúpinu. Í svarbréfi frá ráðherranum kemur fram að hann telji enga sérstaka þörf á því að ræða þessa skertu þjónustu hvorki við óbreytta þingmenn né að því er virðist við íbúa svæðisins. Þingmaðurinn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins greinir hins vegar frá því að hann hafi og ætli að halda áfram að ræða við embættismenn og forstjóra ríkisstofnana í Reykjavík s.s. Póst og fjarskiptastofnunar um málið til þess að fá upplýsingar og ræða einhverjar reglur sem í gildi eru.

Vestfirðingar eiga að bregðast hart við og standa með Djúpmönnum í þessu máli allir sem einn þar sem að þessi skerðing á þjónustu er hluti af stefnu stjórnvalda. Þessar vikurnar er verið að skerða þjónustuna í Djúpuna og á komandi vikum má vel búast við að önnur svæði verði fyrir barðinu á stjórnarstefnunni.

Að lokum þá er rétt fyrir Vestfirðinga að íhuga hvort að það sé með nokkru móti réttlætanlegt að greiða fulltrúum stjórnarflokkanna atkvæði sitt í komandi sveitarstjórnarkosningum næst vor. Flokkum sem hafa staðið leynt og ljóst að því að skerða þjónustu og fækka íbúum Vestfjarða.

Sigurjón Þórðarsonsigurjon.is

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli