Frétt

| 16.11.2001 | 13:25Viðurkenningar fyrir ljóð og smásögur

Yngstu verðlaunahafarnir í ljóða-og smásagnasamkeppninni.
Yngstu verðlaunahafarnir í ljóða-og smásagnasamkeppninni.
Í morgun, á degi íslenskrar tungu, voru kunngerð úrslit úr ljóða- og smásagnakeppni sem haldin var í Grunnskólanum á Ísafirði í síðasta mánuði. Fjölmargir nemendur úr 2.–10. bekk skiluðu sögum og ljóðum í samkeppnina og var starf dómnefndarinnar afar erfitt en í henni sátu kennararnir Herdís Hubner, Rannveig Þorvaldsdóttir og Rán Höskuldsdóttir. Niðurstaðan varð sú að 18 nemendur hlutu sérstakar viðurkenningar og verðlaun sem gefin voru af Íslandsbanka, Landsbanka Íslands, Sparisjóði Vestfirðinga, Tryggingamiðstöðinni, Vátryggingafélagi Íslands og Sjóvá Almennum, auk þess sem allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjöl frá skólanum. Úrval úr því efni sem barst verður gefið út innan skólans og hluti af efninu mun birtast á bekkjarsíðum á Skólatorgi GÍ á næstunni.
Eftirtaldir nemendur hlutu sérstakar viðurkenningar í ljóða-og smásagnasamkeppninni:

2. bekkur:
Rakel Ástrós Heiðarsdóttir, sagan Einu sinni var.
Svanfríður Guðrún Bergvinsdóttir, sagan Hannes gerir góðverk
Anna María Stefánsdóttir, ljóðið Vetur.
3. bekkur:
Hildur María Halldórsdóttir, sagan Gréta og Ari.
Aníta Kristinsdóttir, ljóðið Kisa.
4. bekkur:
Burkni Dagur Burknason, sagan Pönnukökudagur hjá Óla.
Hermann Óskar Hermannsson, ljóðið Tinni.
5. bekkur:
Katrín Sif Kristbjörnsdóttir, sagan Tröllið Bölti.
Bjarni Kristinn Guðjónsson, ljóðið Mömmuljóð.
6. bekkur:
Stefán Erlingsson, sagan Jói hrekkjusvín
Fjóla Aðalsteinsdóttir, ljóðið Ef.
7. bekkur:
Halldór Smárason, sagan Látinn vinur
Einar Ægir Hlynsson, ljóðið Bara þú.
8. bekkur:
Birgitta Rós Guðbjartsdóttir, ljóðið Stundum.
9. bekkur:
Hildur Dagbjört Arnardóttir, ljóðið Bækur.
10. bekkur:
Sandra Zastavnikovic, sagan Lifandi helvíti.
Auður Sjöfn Þórisdóttir, sagan Tímavélin.
Kristján Óskar Ásvaldsson, ljóðið Skúlptúr á vetrarnótt.
Helgi Þór Arason, ljóðið Þitt er valið.

Allt frá árinu 1996 hefur verið efnt til margháttaðra viðburða á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, sem fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Hefur fólk verið hvatt til að hafa íslenskuna í öndvegi, enn frekar en endranær á þessum degi og halda skólar, fjölmiðlar, stofnanir og félög daginn hátíðlegan með ýmsu móti og beina þannig athygli þjóðarinnar að stöðu íslenskrar tungu, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli