Frétt

| 16.11.2001 | 10:03Ísafjarðarhöfn meðal sýnenda á Seatrade

Rúnar Óli Karlsson.
Rúnar Óli Karlsson.
Rúnar Óli Karlsson, atvinnumálafulltrúi Ísafjarðarbæjar, er nýkominn frá Hamborg í Þýskalandi þar sem hann sótti sýningu tengda skemmtiferðaskipaiðnaðinum. Aðstandendur sýningarinnar einbeita sér að Evrópumarkaðnum og voru þarna um 300 sýnendur úr mörgum starfsgreinum sem sýndu allt frá hnífapörum upp í gervihnattadiska og staðsetningarkerfi fyrir skip.
Ísafjarðarhöfn er aðili að verkefninu „North Atlantic Islands Cruise Project“ sem hafnir í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi standa að ásamt ferðaskrifstofum og skipafélögum. Verkefni þetta hefur verið í gangi í nokkur ár og voru fulltrúar þess á sýningunni en markmiðið með þátttökunni var að komast í sambönd við fleiri skipafélög og fá fleiri skip á þesssar norðlægu slóðir. Þeir voru með sameiginlegan bás á sýningunni þar sem kynnt var hvað hafnirnar hafa upp á að bjóða en jafnframt fengu eldri viðskiptavinir nýtt kynningarefni. Segist Rúnar Óli hafa tekið með sér nýju hafnarbókina, geisladisk sem hann útbjó með skemmtiferðaskipin í huga og slidesmyndir sem hann gaf aðilum sem hafa komið til Ísafjarðar eða hyggjast koma þangað, en myndirnar eru hugsaðar til að sýna um borð í skipunum meðan á ferðinni stendur og mæltist þetta kynningarefni vel fyrir.

Ísafjarðarhöfn er meðlimur í samtökunum Cruise Europe en í þeim eru hafnir alls staðar úr norðanverðri Evrópu. Ný heimasíða samtakanna, www.cruiseeurope.com, var opnuð sýningunni og má þar t.d. finna upplýsingar um það sem er í boði fyrir skemmtiferðaskip sem koma til Ísafjarðar. Samtökin héldu fund mánudaginn 29. október þar sem m.a. var rætt um að gera könnun á áhrifum skemmtiferðaskipa á efnahag svæða í Cruise Europe samtökunum. Segir Rúnar Óli að þetta krefjist mikillar vinnu heima fyrir, það þurfi t.d. að útbýta spurningarlistum til áhafna og farþegar í hverri höfn sem skipið kemur í.

Á fundinum kom einnig fram að í kjölfar atburðanna 11. september hafa nokkur skipafélög orðið gjaldþrota og höfðu menn töluverðar áhyggjur af því að í slíkum tilvikum gæti verið erfitt að fá greitt fyrir hafnarþjónustu. Var í framhaldi af því rætt um verklagsreglur sem eiga að koma í veg fyrir að hafnir tapi peningum af þessum sökum og samþykkt að óska eftir tryggingu frá umboðsmanni viðkomandi skips fyrir því að veitt þjónusta fáist greidd.

Að sögn Rúnar Óla liggur nú fyrir að svara þeim fyrirspurnum sem bárust á sýningunni og vona síðan að einhver skip skili sér sumarið 2003. Eins verður skipulagður fundur með hagsmunaaðilum og öllum þeim sem koma að skipulagningu, móttöku eða þjónusta farþega á einhvern hátt, auk þess sem umboðsaðilar skipanna verða fengnir til að koma og fara yfir ýmis mál. Þetta er gert til að fræðast og auka gæði þeirrar þjónustu sem er í boði.

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli