Frétt

Stakkur 51. tbl. 2005 | 21.12.2005 | 10:58Gleðileg jól

Ágætu lesendur! Ein stærsta hátíð kristinna manna er að ganga í garð, ljós, birta og ylur einkenna hana. Hvort heldur menn eru kristnir eða hafa aðra trú eða jafnvel enga ná áhrif hennar til miklu fleiri en kristinna manna. Gleði og innri friður skipta máli þegar minnst er fæðingar Jesú Krists fyrir rúmum 2000 árum. Boðskapur hans var friður og kærleikur, væntumþykja í garð annarra og að koma svo fram við aðra sem við viljum að aðrir komi fram við okkur.

Þjóðkirkjan á Íslandi ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska söfnuði eða trúfélög samkvæmt þeirri skipan er stjórnarskráin setur henni. Fulltrúar hinna smærri trúfélaga, hvort heldur kristinna eða annarra hafa gagnrýnt forskot þjóðkirkjunnar. Að venjulegu fólki hvarflar stundum sú hugsun að mikil samkeppni sé um Guð hjá eingyðistrúfélögum og um Jesú Krist þegar kemur að kristnum söfnuðum. Sjaldan hafa stríð og styrjaldir verið heiftúðugri og verri en þegar trúarhópar berjast. Við erum minnt á það þessa dagana þegar Gotvina er fluttur fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag og í gömul Júgóslavíu voru 14 herforingjar dæmdir fyrir stríðsglæpi í Serbíu fyrir skömmu.

Mörgum þykir svo vikið sé að því er okkur stendur nær, Íslandi, að margir fari mikinn í jólahaldinu, kaupi óvarlega og hafi lita skynsemi í för þegar jólagjafir eiga í hlut. Það er mikið keypt og lítið til sparað, enda hefur efnhagslífið siglt mikinn ef frá eru taldar útflutningsgreinarnar, sjávarútvegur, iðnaður og hátækniframleiðsla, huglæg og veraldleg af öllum toga. Margt er þó gleðiefni. Tónlistarmenn komu sér saman um að gefa út lagið Hjálpum þeim á ný eftir tuttugu ár frá frumútgáfu. Hagnaður rennur til verkefna sem eru á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar í Malí, að útvega fólki vatn, sem á Íslandi eru svo sjálfsagð gæði að við drekkum frekar óhollustu eins og gosdrykki eða annað verra.

Okkur er hollt að muna kærleiksboðskap Krists á þessum tímamótum sem eru kennd við fæðingu hans, þótt sumir efist um að hún hafi orðið nákvæmlega á þessum degi eða tíma árs, enda hefur tímatalið lítillega breyst á tveimur árþúsundum.

Kjarni jólanna er orðinn persónubundinn og ýmsar fjölskyldur hafa sína eigin siði og er gott eitt um það að segja, svo fremi að kærleikur sitji í fyrirrúmi og staldrað sé við til að hugsa sinn gang og sálarheill, sem er öllum mönnum svo nauðsynleg að aldrei verður ofmetið. Með óskum um gleðilega jólahátíð ykkur öllum til handa og megi allir njóta þess besta sem samvistir, fjölskyldubönd og vinátta býður. Látum hugann reika til þess góða sem við njótum og þökkum það og lítum til hinna, sem ekki eru jafn heppnir, með ljúfmennsku og látum gott af okkur leiða svo lítið beri á.

Gleðileg jól!

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli