Frétt

| 15.11.2001 | 13:28Einn og hálfur Vestfirðingur í nýrri bók

Jón Grímsson.
Jón Grímsson.
18. nóvember nk. kemur út bókin Ameríski draumurinn eftir Reyni Traustason, blaðamann, rithöfund og fyrrum togararskipstjóra á Flateyri. Reynir segir bókina vera með svipuðu sniði og Seiður Grænlands sem kom út fyrir síðustu jól, nema hvað nú er fjallað um Íslendinga í Ameríku: „Þetta eru viðtöl við fimm Íslendinga sem eru búsettir í Bandaríkjunum og hafa upplifað ameríska drauminn þar. Það er einn og hálfur Vestfirðingur í bókinni, ævintýramaðurinn Jón Grímsson frá Ísafirði og Bjarni Tryggvason, geimfari og vísindamaður, sem í barnæsku bjó á Ísfirði og er kominn af skipstjóraættum þar.
Jón Grímsson hefur þennan skemmtilega frásagnarstíl sem Grímsararnir eru þekktir fyrir og á hann lengsta kafla bókarinnar þar sem honum var svo mikið niðri fyrir að það var ekki hægt að stemma það af. Þarna er líka talað við Hallfríði Guðbrandsdóttur Schneider sem var, eins og ég hef stundum sagt, ein af prinsessum framsóknarflokksins og alin upp í hinum sanna ungmennafélagsanda. Það olli hins vegar miklu hneyksli þegar hún varð ástfangin af amerískum hermanni, Henry Schneider, sem í þokkabót var kvæntur ytra. Þetta mál var mikið reiðarslag fyrir föður hennnar sem var einn af æðstu mönnum framsóknarflokksins, forstjóri Áfengisverslunar ríkisins, fyrsti ritstjóri Tímans o.s.frv. Þetta er hugljúf ástarsaga því að Henry axlaði sína ábyrgð, skildi við konuna sína í New York og kvæntist Hallfríði. Þau tilheyra herfólkinu svokallaða í Bandaríkjunum og hafa lifað mjög viðburðarríku lífi og farið víða.

Í bókinni er einnig talað við hjónin Hilmar og Kristínu Skagfield en hann er aðalræðismaður á Flórída og iðnjöfur mikill, en hún er þekktur tískuhönnuður í Bandaríkjunum og hefur m.a. hannað á leikkonuna Faye Dunaway og fleiri stjörnur. Þegar þau fluttu til Bandaríkjanna var hún ljósmóðir og hann bókari en svona til gamans um þann árangur sem þau hafa náð, þá má nefna að Hilmars er getið í báðum bókunum sem gefnar hafa verið út um íslenska milljónamæringa. Hann á eina stærstu gardínuverksmiðju heims og segja má að nafn bókarinnar sé frá Hilmari komið en í viðtalinu kemur hann inn á ameríska drauminn og hvernig sé að upplifa hann“.

Reynir hefur fyrir venju að koma vestur til að árita bækur í jólavertíðinni auk þess sem hann hefur komið og lesið upp úr verkum sínum. Hann segir enga breytingu verða þar á og stefnan sé sett á að koma vestur helgina 7.–9. desember nk. Hann verður m.a. með kynningu í Finnabæ í Bolungarvík og á Vagninum Flateyri á laugardagskvöldinu en á báðum þessum stöðum er boðið upp á jólahlaðborð og menningardagskrá. Reynir segir að bókin sé nú þegar búin að fá talsverða kynningu í fjölmiðlum og fái fínar móttökur enda virðist þetta bókaform falla fólki vel í geð samanber þær viðtökur sem Seiður Grænlands fékk í fyrra. Bókin var sú söluhæsta á Ísafirði, að undanskilinni kiljunni 101 vestfirsk þjóðsaga, og segist Reynir hafa verið ánægður með hversu vel Vestfirðingar tóku bókinni.

Reynir vill koma því á framfæri að hafi einhverjir áhuga á að fá hann til að lesa upp úr bókinni helgina 7.–9. desember, þá geti viðkomandi sent honum tölvupóst á netfangið reynir@dv.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli