Frétt

mbl.is | 19.12.2005 | 08:06Þróunin í átt að minni vernd þarf að vera hraðari

Að sögn þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Péturs H. Blöndal, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, þyrfti þróun í þá átt að fella niður tolla og vernd á landbúnaðarafurðum hér á landi að ganga mun hraðar, enda komi markaðshindranir á Vesturlöndum ákaflega illa við fátækustu þjóðir heims. Guðlaugur Þór telur mikilvægt að farið verði út í vinnu við að skilgreina viðskiptastefnu okkar Íslendinga, hvert markmiðið með henni eigi að vera og hvað í okkar landbúnaði eigi að njóta verndar. Í kjölfar slíkrar vinnu væri hægt að lækka eða fella niður tolla á þeim sviðum sem ekki er ástæða til að vernda. Hann segir að hugsanlega megi sjá rök með því að styðja áfram við sauðfjár- og nautgriparækt út frá menningarlegum og byggðatengdum forsendum en á öðrum sviðum, þar sem slík rök séu ekki til staðar, eigi að falla frá tollavernd.

Að sögn Guðlaugs er talsvert um það í dag að vörugjöld og tollar séu lögð á vörur án þess að það þjóni ákveðnum, skilgreindum markmiðum. "Ég get ekki með neinu móti séð einhver rök fyrir því að himinháir tollar og vörugjöld séu til dæmis á vörum eins og IPod. Ég veit ekki til þess að við séum að vernda neina innlenda framleiðslu með því."

Pétur H. Blöndal segir að ef við Íslendingar værum að hugsa um hag fátækasta fólks í heiminum ættum við að stíga fram með mun ákveðnari hætti varðandi niðurfellingu á tollum og stuðningi við innlenda framleiðslu, en gert hefur verið. Frjáls verslun er virkasta vopnið gegn örbirgð og hungurdauða í heiminum. Hann segir ljóst að stóru blokkirnar í heiminum í dag, ESB og Bandaríkin, séu að loka inni ákveðin lífskjör með tollum og öðrum hindrunum. Þetta sjáist einnig hér á landi, t.d. með átökunum um starfsmannaleigurnar og fleira. "Þetta hefur komið ákaflega illa við fátækustu þjóðir heims og almenning í þessum löndum," segir Pétur og bendir á að Íslendingar eigi ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum.

Þó stangist á tvenns konar sjónarmið varðandi þessi málefni, annars vegar að styðja innlendan landbúnað og halda landinu í byggð og hins vegar spurningin hvort þessar aðgangshindranir séu besta leiðin til að vernda hag bænda.

"Ég er ekki að segja að við eigum að gefa innflutning algjörlega frjálsan í einu vetfangi en við ættum að stuðla að því að þessi viðskipti verði frjálsari. Ég held að það yrðu of miklar sviptingar að hætta öllum hindrunum á aðgangi landbúnaðarvara," segir Pétur.

bb.is | 27.10.16 | 07:32 Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með frétt Hrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli