Frétt

| 14.11.2001 | 15:05Sýknaður af hraðakstri

Rannsókn lögreglu á meintu hraðakstursbroti rúmlega þrítugs karlmanns í vor þótti það verulega ábótavant að hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í morgun af ákæru fyrir of hraðan akstur. Mbl.is greindi frá.
Málið höfðaði lögreglustjórinn í Kópavogi en ákærða var gefið að sök að hafa að kvöldi dags í maí sl. ekið bifreið með allt að 113 kílómetra hraða austur Suðurlandsveg á móts við Sandskeið, en þar er lögleyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að maðurinn hafi ekki viðurkennt mældan hraða og sagt ökuhraða sinn hafa verið 105 km/klst.. Fyrir dómi kvað bílstjórinn það ranghermt af lögreglu; kvaðst haf ekið á 90 km hraða. Bar hann því við að hann hefði fylgt almennum umferðarhraða ökutækja á undan og fylgst með hraðamæli bifreiðar sinnar. Þá hefðu lögreglumenn ekki sýnt sér mældan hraða læstan á ratsjá sinni en ökumaðurinn kvaðst hafa tekið eftir því að hún var á núlli.

Dómari átelur lögreglu í úrskurði sínum og nefnir að í frumskýrslu hennar sé ekki getið um umferð á vettvangi og heldur ekki hvort mæld tala hafi verið læst á skjá viðkomandi radarmælitækis og sýnd ákærða á vettvangi, eins og þeir héldu fram fyrir dómi. Ekki sé heldur minnst á að farþegar hafi verið í bifreiðinni, en þrír voru í henni auk ökumanns. Þá fann dómari að því að í frumskýrslu sé engar upplýsingar að finna um það hvar bifreiðin var stöðvuð og hversu langt frá mælingarstað.

Þá báru báðir lögreglumennirnir fyrir dómi hálfu ári eftir meint brot að þeir myndu ekkert eftir atvikum málsins og gátu þá ekkert borið um umferð annarra ökutækja í námunda við bifreiðina.

Segir dómari að lögreglumönnunum hafi mátt vera ljóst þegar í upphafi málsrannsóknar, að ólíklegt væri að ákærði myndi gangast við kærðum ökuhraða. Hafi þeim því borið ríkari skylda en ella til að tryggja sönnur fyrir mældum ökuhraða, aðstæðum til hraðamælinga umrætt sinn og öðrum atvikum, sem máli kynnu að skipta á síðari stigum, ekki síst ef til dómsmeðferðar kæmi út af ætluðu broti. Sé beinlínis kveðið á um þessa skyldu lögreglumannanna í lögum um meðferð opinberra mála. Þannig hafi þeir látið undir höfuð leggjast að færa til bókar þýðingarmikil atriði sem skipt geta verulegu máli við mat á sekt ákærða.

Sakarkostnaður málsins var dæmdur á ríkissjóði, þar með talin 80.000 króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda ökumannsins.

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli