Frétt

bb.is | 16.12.2005 | 06:30Kómedíuleikhúsið kemur íslenskum einleikjum á prent

Gísli Súrsson er meðal þeirra einleikja sem finna má í bókinni.
Gísli Súrsson er meðal þeirra einleikja sem finna má í bókinni.
Kómedíuleikhúsið á Ísafirði vinnur nú að útgáfu á bókar sem ber heitið Íslenskir einleikir. „Leikritaútgáfa hefur átt undir högg að sækja þar sem fólk vill frekar horfa á leikrit en að lesa þau og sérstalega hafa fáir einleikir ratað á prent. Útgáfa bókarinnar er því enn ein leið Kómedíuleikhússins til að kynna einleikjaformið betur“, segir Elfar Logi Hannesson, leikari og forstöðumaður Kómedíuleikhússins sem hefur einbeitt sér að einleikjalistinni frá árinu 2001 og hefur sett á svið fjóra leiki. Leikhúsið stendur einnig fyrir leiklistarhátíðinni ACT ALONE sem er helguð einleikjum og er haldin árlega í lok júní á Ísafirði. Í bókinni má finna 11 íslenska einleiki allt frá Hinum fullkomna jafningja til Gísla Súrssonar. Kómedíuleikhúsið býður áhugafólki um leiklist og aðra að taka þátt í útgáfunni með því að vera á svonefndum Tabula gratulera lista sem verður birtur í bókinni.

„Viðtökurnar hafa verið fínar og nú þegar er ég kominn með nokkur nöfn niður á lista. Til að gerast stuðningsaðilar þarf fólk að greiða 3.500 krónur og fá um leið eintak af bókinni, en bókin mun kosta 3.900 krónur út úr búð, en með því að skrá sig á Tabula gratulera listann stuðla menn að eflingu leikritaútgáfu á Íslandi sem er alltaf þakkarverð þó markaðurinn sé lítill“, segir Elfar Logi.

Hægt er að senda staðfestingu með nafni og heimilisfangi á netfangið langimangi@snerpa.is og þar er einnig tekið á móti öllum fyrirspurnum sem varða verkefnið.

Einleikirnir sem verða í bókinni Íslenskir einleikir eru:

Gísli Súrsson. Eftir Elfar Loga Hannesson og Jón Stefán Kristjánsson.
Glæsibæjareintölin. Eftir Benóný Ægisson.
Hinn fullkomni jafningi. Eftir Felix Bergsson.
Leifur heppni. Eftir Helgu Arnalds.
Loðinbarði. Eftir Hallveigu Thorlacius.
Of langt vestur. Eftir Hallgrím Oddsson.
Olíuþrýstingsmæling díselvéla. Eftir Guðmund Oddsson.
Óvinurinn. Eftir Hörð Torfason.
Síðasta segulband Hrapps. Eftir Guðmund Oddsson.
Sveinstykki Arnars Jónssonar. Eftir Þorvald Þorsteinsson.
Þrjár Maríur. Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur.

thelma@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli